Forysta og skýr svör! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. mars 2020 19:00 Af hverju höfum við í Viðreisn rætt af fullum þunga stöðu efnahagsmála frá upphafi kjörtímabilsins og gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir frestunaráráttu og andvaraleysi? Það er fyrst og síðast vegna þess að efnahagsmálin snúast um heimilin, fyrirtækin og samfélagið allt. Um okkar daglega líf. Þetta er nefnilega ekki eingöngu umræða um kerfi og tölur heldur um lífsviðurværi og aðstæður fólks. Þess vegna skiptir öllu máli á þessum tímapunkti að við gefum skýr og afgerandi svör og höfum hugrekki til að taka ákvarðanir. Nóg er óvissan núna vegna heimsfaraldursins. Þar treystum við okkar helstu sérfræðingum til að leiða okkur áfram líkt og þríeykið, Alma landlæknir, Þórólfur sóttvarnarlæknir og Víðir yfirlögregluþjónn hafa gert. Þau hafa útskýrt stöðuna, miðlað upplýsingum og ekki vikið sér undan erfiðum spurningum. Né snúnum ákvörðunum. Fálmkenndur og lítt sannfærandi blaðamannafundur Það er hlutverk okkar í stjórnmálum að tryggja almenn lífskjör almennings og veita von um að greitt verði af öryggi úr þeim vandamálum sem upp kunna að koma og spurningum sé svarað. Að það sé til plan og ákvarðanir teknar. Þess vegna var kynningarfundur formannaþríeykisins í ríkisstjórn í gær ákveðin vonbrigði. Hann var fálmkenndur og fyrir vikið lítt sannfærandi. Það var ekki verið að biðja um óáþreifanlegar tillögur heldur forystu og skýr svör. Á óvissutímum er vissulega mikilvægt að við sýnum samstöðu og ábyrgð. En það þýðir ekki að ríkisstjórnin fái algjört fríspil og geti boðið almenningi upp á umbúðir án innihalds. Krafan um aðhald og samráð er jafnvel ríkari en fyrr. Það skiptir máli að halda ríkisstjórninni við efnið og tryggja þannig að ráðist verði í mikilvægar og löngu tímabæra aðgerðir. Þar munum við í Viðreisn ekki gefa neinn afslátt. Hvar er svo planið? Ég viðurkenni að ég trúði því í einfeldni minni að ríkisstjórnin væri löngu tilbúin með aðgerðir og fjárfestingarplan eftir allt sem á undan er gengið og þær blikur sem hafa verið á lofti í efnahagsmálum. Enda áætlað að leggja hér fram fjármálaáætlun á næstu dögum í þinginu. Rauðu flöggin hafa verið allt um kring í nokkur misseri. Löngu áður en við vissum af tilvist COVID-19. Nægir að nefna fall WOW og mikinn samdrátt í ferðaþjónustu, vanrækta innviði og aukið atvinnuleysi. Ríkisstjórnin er reyndar merkilega atorkusöm í því að skipa hópa, nefndir og ýmis ráð. Þau eru líka afar dugleg að skoða, meta og kanna hitt og þetta. En þau eru því miður ekki jafn kraftmikil þegar það kemur að því að koma sér að verki. Þetta máttleysi ríkisstjórnarinnar á þessum erfiðu tímum er bagalegt. Ég vona að hún komi á allra næstu dögum með markvissari svör, þar sem aðgerðir eru tímasettar og vel skilgreindar. Þannig að það sé ekki óvissa um næstu skref. Við í Viðreisn erum sannarlega tilbúin að greiða götu þeirra mála sem raunverulega taka utan um* fólkið okkar og fyrirtækin í landinu. *Ekki þó í bókstaflegri merkingu. Vinsamlega virðum öll tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Af hverju höfum við í Viðreisn rætt af fullum þunga stöðu efnahagsmála frá upphafi kjörtímabilsins og gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir frestunaráráttu og andvaraleysi? Það er fyrst og síðast vegna þess að efnahagsmálin snúast um heimilin, fyrirtækin og samfélagið allt. Um okkar daglega líf. Þetta er nefnilega ekki eingöngu umræða um kerfi og tölur heldur um lífsviðurværi og aðstæður fólks. Þess vegna skiptir öllu máli á þessum tímapunkti að við gefum skýr og afgerandi svör og höfum hugrekki til að taka ákvarðanir. Nóg er óvissan núna vegna heimsfaraldursins. Þar treystum við okkar helstu sérfræðingum til að leiða okkur áfram líkt og þríeykið, Alma landlæknir, Þórólfur sóttvarnarlæknir og Víðir yfirlögregluþjónn hafa gert. Þau hafa útskýrt stöðuna, miðlað upplýsingum og ekki vikið sér undan erfiðum spurningum. Né snúnum ákvörðunum. Fálmkenndur og lítt sannfærandi blaðamannafundur Það er hlutverk okkar í stjórnmálum að tryggja almenn lífskjör almennings og veita von um að greitt verði af öryggi úr þeim vandamálum sem upp kunna að koma og spurningum sé svarað. Að það sé til plan og ákvarðanir teknar. Þess vegna var kynningarfundur formannaþríeykisins í ríkisstjórn í gær ákveðin vonbrigði. Hann var fálmkenndur og fyrir vikið lítt sannfærandi. Það var ekki verið að biðja um óáþreifanlegar tillögur heldur forystu og skýr svör. Á óvissutímum er vissulega mikilvægt að við sýnum samstöðu og ábyrgð. En það þýðir ekki að ríkisstjórnin fái algjört fríspil og geti boðið almenningi upp á umbúðir án innihalds. Krafan um aðhald og samráð er jafnvel ríkari en fyrr. Það skiptir máli að halda ríkisstjórninni við efnið og tryggja þannig að ráðist verði í mikilvægar og löngu tímabæra aðgerðir. Þar munum við í Viðreisn ekki gefa neinn afslátt. Hvar er svo planið? Ég viðurkenni að ég trúði því í einfeldni minni að ríkisstjórnin væri löngu tilbúin með aðgerðir og fjárfestingarplan eftir allt sem á undan er gengið og þær blikur sem hafa verið á lofti í efnahagsmálum. Enda áætlað að leggja hér fram fjármálaáætlun á næstu dögum í þinginu. Rauðu flöggin hafa verið allt um kring í nokkur misseri. Löngu áður en við vissum af tilvist COVID-19. Nægir að nefna fall WOW og mikinn samdrátt í ferðaþjónustu, vanrækta innviði og aukið atvinnuleysi. Ríkisstjórnin er reyndar merkilega atorkusöm í því að skipa hópa, nefndir og ýmis ráð. Þau eru líka afar dugleg að skoða, meta og kanna hitt og þetta. En þau eru því miður ekki jafn kraftmikil þegar það kemur að því að koma sér að verki. Þetta máttleysi ríkisstjórnarinnar á þessum erfiðu tímum er bagalegt. Ég vona að hún komi á allra næstu dögum með markvissari svör, þar sem aðgerðir eru tímasettar og vel skilgreindar. Þannig að það sé ekki óvissa um næstu skref. Við í Viðreisn erum sannarlega tilbúin að greiða götu þeirra mála sem raunverulega taka utan um* fólkið okkar og fyrirtækin í landinu. *Ekki þó í bókstaflegri merkingu. Vinsamlega virðum öll tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar