Handbolti

Valur staðfestir brotthvarf Daníels Freys

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daníel Freyr hefur verið með betri markvörðum Olís deildarinnar undanfarin tvö tímabil.
Daníel Freyr hefur verið með betri markvörðum Olís deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Vísir/Vilhelm

Í janúar var greint frá því að markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson væri á leið til sænska félagsins Eskilstuna Guif. Nú hefur handknattleiksdeild Vals staðfest skiptin og mun Daníel Freyr því ekki verja mark liðsins á næstu leiktíð.

„Danni hefur verið einn besti markmaður deildarinnar eftir að hann gekk í raðir félagsins og myndaði í vetur öflugt par með Hreiðari sem skilaði liðinu deildarmeistaratitli og 8-liða úrslitum í Evrópukeppni,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Vals.

Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Daníel heldur erlendis en hann lék sem atvinnumaður í fjögur ár í Danmörku og Svíþjóð áður en hann gekk í raðir Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×