Þú tapaðir 50% af öllu sem þú átt á tveimur árum Ísak Helgi Karvelsson skrifar 20. maí 2020 15:01 Íslendingar heyrið í mér, þið hafið tapað 50% af öllu sem þið eigið á tveimur árum. Fyrir rúmlega tveimur árum, kostaði einn dollari 100 krónur. Dollarinn er alþjóðlegi gjaldmiðillinn og hentar vel fyrir innflutning. Ísland er með litla sjálfstæða framleiðslu svo flest allt af því sem við kaupum og neytum er flutt inn að utan. Kaupmáttur okkar í alþjóðlegu samhengi er sem sagt búinn að falla um 50% Það er ekki til betri standard til að miða sig við. Á svörtu og hvítu Húsið þitt sem þú átt, sem þú gætir selt fyrir 60 milljónir var virði hálfrar milljón dala fyrir ári. Í dag færðu 400.000 dali fyrir það. Þetta er 20% kaupmáttarlækkun á aðeins einu ári. Maturinn í Bónus er fluttur inn af Íslenskum heildsölum og ég get ekki ímyndað mér að þeir séu ánægðir með það að fjármagn þeirra sé búið að veikjast um 50% Þessi stóru fyrirtæki í Bandaríkjunum, eru ekki að fara lækka verðið sitt bara af því að greyið krónan sé orðin veikari. Svo þegar við sjáum vöruna í Bónus má búast við að hún verður allt að 50% dýrari. Það er kannski ekki alveg komið að því strax en það má búast við að það rísi hægt en vandlega upp til að ná að bæta upp þessa 50% veikingu. Ekki láta ríkisstjórnina spila með krónuna því hún er þannig að spila með líf ykkar. Ég bið ykkur um að halda haus og fara ekki út og krefja atvinnurekanda þinn um hærri laun því þetta bitnar jafn hart á honum hlutfallslega séð. Nei, ráðist á orsök vandamálsins og krefjist að kjörnir embættismenn verndi ykkar hagsmuni og passa að halda krónunni stöðugri. Lífið ykkar er bundið þessari blessaðri krónu og það ber að gæta hennar af öllu hjarta. Hvað þú getur gert Ef meirihluti stendur ekki með þessu, geta þeir sem trúa þessu og vilja verja sig og sína hagsmuni keypt eins mikið af dollurum og þeir geta. Spariféð ykkar skal vera í erlendum gjaldeyrisreikningi og hafðu það sem dollara. Því lengur sem þú bíður því meira taparðu, þeir sem byrjuðu fyrir tveim árum hafa 50% forskot á þig Við höfum frelsið til að gera það sem við þurfum til að lifa og vernda okkar eigin hagsmuni og ef ríkið dirfist einn daginn að banna okkur það að kaupa erlenda gjaldmiðla þá hreinlega veit ég ekki hvað við getum gert. Ekki halda að þeir myndu ekki reyna það, þeir hafa gert það áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Íslendingar heyrið í mér, þið hafið tapað 50% af öllu sem þið eigið á tveimur árum. Fyrir rúmlega tveimur árum, kostaði einn dollari 100 krónur. Dollarinn er alþjóðlegi gjaldmiðillinn og hentar vel fyrir innflutning. Ísland er með litla sjálfstæða framleiðslu svo flest allt af því sem við kaupum og neytum er flutt inn að utan. Kaupmáttur okkar í alþjóðlegu samhengi er sem sagt búinn að falla um 50% Það er ekki til betri standard til að miða sig við. Á svörtu og hvítu Húsið þitt sem þú átt, sem þú gætir selt fyrir 60 milljónir var virði hálfrar milljón dala fyrir ári. Í dag færðu 400.000 dali fyrir það. Þetta er 20% kaupmáttarlækkun á aðeins einu ári. Maturinn í Bónus er fluttur inn af Íslenskum heildsölum og ég get ekki ímyndað mér að þeir séu ánægðir með það að fjármagn þeirra sé búið að veikjast um 50% Þessi stóru fyrirtæki í Bandaríkjunum, eru ekki að fara lækka verðið sitt bara af því að greyið krónan sé orðin veikari. Svo þegar við sjáum vöruna í Bónus má búast við að hún verður allt að 50% dýrari. Það er kannski ekki alveg komið að því strax en það má búast við að það rísi hægt en vandlega upp til að ná að bæta upp þessa 50% veikingu. Ekki láta ríkisstjórnina spila með krónuna því hún er þannig að spila með líf ykkar. Ég bið ykkur um að halda haus og fara ekki út og krefja atvinnurekanda þinn um hærri laun því þetta bitnar jafn hart á honum hlutfallslega séð. Nei, ráðist á orsök vandamálsins og krefjist að kjörnir embættismenn verndi ykkar hagsmuni og passa að halda krónunni stöðugri. Lífið ykkar er bundið þessari blessaðri krónu og það ber að gæta hennar af öllu hjarta. Hvað þú getur gert Ef meirihluti stendur ekki með þessu, geta þeir sem trúa þessu og vilja verja sig og sína hagsmuni keypt eins mikið af dollurum og þeir geta. Spariféð ykkar skal vera í erlendum gjaldeyrisreikningi og hafðu það sem dollara. Því lengur sem þú bíður því meira taparðu, þeir sem byrjuðu fyrir tveim árum hafa 50% forskot á þig Við höfum frelsið til að gera það sem við þurfum til að lifa og vernda okkar eigin hagsmuni og ef ríkið dirfist einn daginn að banna okkur það að kaupa erlenda gjaldmiðla þá hreinlega veit ég ekki hvað við getum gert. Ekki halda að þeir myndu ekki reyna það, þeir hafa gert það áður.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar