Handbolti

Gaupi vissi meira um áhuga Lemgo á Ásgeiri Erni en hann sjálfur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson kom af fjöllum þegar Guðjón Guðmundsson spurði hann út í áhuga Lemgo á honum.
Ásgeir Örn Hallgrímsson kom af fjöllum þegar Guðjón Guðmundsson spurði hann út í áhuga Lemgo á honum. vísir/bára

Ásgeir Örn Hallgrímsson vakti ungur athygli stórliða í Evrópu fyrir frammistöðu sína með Haukum og yngri landsliðum Íslands.

Í Seinni bylgjunni á mánudaginn rifjaði Ásgeir Örn þegar þýska liðið Lemgo fór að bera víurnar í hann 2004. Hann vissi þó mest lítið um það sjálfur. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn, var hins vegar með puttann á púlsinum.

„Ég man nokkuð vel eftir þessu. Þarna var Gaupi bara miklu betur inni í málunum en ég,“ sagði Ásgeir Örn sem varðist allra fregna af áhuga Lemgo á þessum tíma, enda vissi hann ekkert um hann.

„Gaupi hringdi í mig og spurði mig að þessu og ég hafði ekki hugmynd um þetta. Hann veit allt og þekkir alla í handboltaheiminum. Hann sagði mér fréttir. Það var ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna að ég fékk veður af þessu. Ég var ekkert að grínast, ég vildi bara fá frið.“

Svo fór að Ásgeir Örn gekk í raðir Lemgo 2005. Hann lék með liðinu í tvö ár og vann EHF-bikarinn með því 2006.

Ásgeir Örn lagði nýverið skóna á hilluna eftir langan feril. Hann varð m.a. fjórum sinnum Íslandsmeistari með Haukum og var í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar.

Klippa: Seinni bylgjan - Gaupi sagði Ásgeiri Erni frá áhuga Lemgo

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×