Handbolti

Gullmoli dagsins: Haukunum fylgt í Evrópuleik til Lissabon

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spilað í Lissabon.
Spilað í Lissabon. vísir/S2s

Gullmoli dagsins í Sportinu í dag var til heiðurs Seinni bylgjunni í kvöld en í Seinni bylgjunni í kvöld verður farið yfir gullaldarskeið Hauka í handbolta.

Landsliðsmennirnir og Haukagoðsagnirnar Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fara yfir gullaldarskeið Hauka með Henry Birgi Gunnarssyni. Vignir og Ásgeir lögðu nýverið skóna á hilluna en þeir áttu sinn þátt í mögnuðum árangri handboltaliðs Hauka á þessari öld.

Haukar mættu Sporting Lissabon í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar vorið 2001 en með í för voru fréttamenn sem og fjölmargir stuðningsmenn Hauka. Haukarnir gerðu jafntefli við Lissabon í Portúgal en unnu svo heimaleikinn og komust í undanúrslitin.

Birna Ósk Hansdóttir, fréttakona á Stöð 2, var með í för í Portúgal og fylgdi liðinu vel á eftir eins og má sjá í Gullmola dagsins. Seinni bylgjan hefst svo klukkan 20.00 í kvöld þar sem Henry Birgir, Vignir og Ásgeir Örn fara yfir þessi frábæru ár hjá Haukum.

Klippa: Gullmoli dagsins - Hauka ferð til Portúgals

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.