Verðlaunaði sig með sumarbústaðaferð og bíður eftir kalli að utan Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 22:00 Guðrún Brá stóð uppi sem sigurvegari í fyrsta móti sumarsins sem fór fram í Mosfellsbæ um helgina. vísir/s2s Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur, vann fyrsta mót sumarsins í kvennaflokki er hún stóð uppi sem sigurvegari á ÍSAM-mótinu í golfi sem var haldið í Mosfellsbæ um helgina. Hún fagnar sigrinum í sumarbústað áður en æfingar halda áfram. Það þurfti sex holu bráðabana til þess útkljá einvígið milli Guðrúnar og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í Mosfellsbæ í gær en að endingu stóð Hafnfirðingurinn uppi með gullið. „Það var mjög góð tilfinning og fá tilgang aftur í lífinu,“ sagði Guðrún Brá við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hún segir að hún og Ólafía Þórunn hefðu báðar fengið gullin tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn. „Þetta var ótrúlega spennandi og við báðar klúðrum færum fyrr í bráðabananum og svo hafði ég þetta í lokin. Þetta hefði getað farið á báða vegu.“ Allir bestu kylfingar landsins voru mættir í Mosfellsbæ um helgina og Guðrún segir það ánægjulegt. „Þetta gerir mótið miklu skemmtilegra og maður er að leitast eftir harðari keppni svo þetta er mjög gaman,“ en hún segir golfið á Íslandi ganga sinn vanagang á meðan staðan er öðruvísi út í heimi þar sem Guðrún hefur verið að spila á Evróputúrnum. „Mótadagskráin hjá okkur er alveg eins og hún var fyrir COVID en úti þá er allt í pásu og við verðum að bíða og sjá hvað gerist með það.“ Guðrún Brá tryggði sér fyrr á þessu ári keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en hún náði einungis þremur mótum áður en allt var sett á ís vegna veirunnar. „Ég náði að spila í þremur mótum úti í febrúar og mars en svo voru allir sendir heim og nú er allt í óvissu. Við bíðum eftir kalli að utan,“ sagði Guðrún Brá. Hún sagðist ætla verðlauna sig með einni ferð í sumarbústað og svo yrði bara haldið áfram að æfa en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðrún Brá Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Sportið í dag Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur, vann fyrsta mót sumarsins í kvennaflokki er hún stóð uppi sem sigurvegari á ÍSAM-mótinu í golfi sem var haldið í Mosfellsbæ um helgina. Hún fagnar sigrinum í sumarbústað áður en æfingar halda áfram. Það þurfti sex holu bráðabana til þess útkljá einvígið milli Guðrúnar og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í Mosfellsbæ í gær en að endingu stóð Hafnfirðingurinn uppi með gullið. „Það var mjög góð tilfinning og fá tilgang aftur í lífinu,“ sagði Guðrún Brá við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hún segir að hún og Ólafía Þórunn hefðu báðar fengið gullin tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn. „Þetta var ótrúlega spennandi og við báðar klúðrum færum fyrr í bráðabananum og svo hafði ég þetta í lokin. Þetta hefði getað farið á báða vegu.“ Allir bestu kylfingar landsins voru mættir í Mosfellsbæ um helgina og Guðrún segir það ánægjulegt. „Þetta gerir mótið miklu skemmtilegra og maður er að leitast eftir harðari keppni svo þetta er mjög gaman,“ en hún segir golfið á Íslandi ganga sinn vanagang á meðan staðan er öðruvísi út í heimi þar sem Guðrún hefur verið að spila á Evróputúrnum. „Mótadagskráin hjá okkur er alveg eins og hún var fyrir COVID en úti þá er allt í pásu og við verðum að bíða og sjá hvað gerist með það.“ Guðrún Brá tryggði sér fyrr á þessu ári keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en hún náði einungis þremur mótum áður en allt var sett á ís vegna veirunnar. „Ég náði að spila í þremur mótum úti í febrúar og mars en svo voru allir sendir heim og nú er allt í óvissu. Við bíðum eftir kalli að utan,“ sagði Guðrún Brá. Hún sagðist ætla verðlauna sig með einni ferð í sumarbústað og svo yrði bara haldið áfram að æfa en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðrún Brá Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportið í dag Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira