Golf

Guðrún Brá vann eftir sex holu bráðabana

Sindri Sverrisson skrifar
Andri Þór Björnsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eftir sigurinn í dag.
Andri Þór Björnsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eftir sigurinn í dag. MYND/GOLF.IS

Guðrún Brá Björgvinsdóttir fagnaði sigri á fyrsta golfmóti ársins hér á landi þegar hún hafði betur gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur eftir sex holu bráðabana á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ.

Guðrún var með tveggja högga forystu fyrir þriðja og síðasta hringinn á mótinu í dag en Ólafía náði að jafna við hana með því að fá fjóra fugla á síðustu níu holum mótsins. Þar með voru þær hvor um sig á samtals -2 höggum eftir þrjá hringi og því þurfti að grípa til bráðabana sem eins og áður segir dróst talsvert á langinn. 

Ólafía og Guðrún voru í sérflokki á mótinu en Ragnhildur Kristinsdóttir varð í 3. sæti á +10 höggum og Valdís Þóra Jónsdóttir í 4. sæti á +12 höggum. Öll úrslit má sjá hér.

Fyrr í kvöld fagnaði Andri Þór Björnsson sigri í karlaflokki eftir jafna keppni og mikla spennu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.