Verðlaunaði sig með sumarbústaðaferð og bíður eftir kalli að utan Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 22:00 Guðrún Brá stóð uppi sem sigurvegari í fyrsta móti sumarsins sem fór fram í Mosfellsbæ um helgina. vísir/s2s Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur, vann fyrsta mót sumarsins í kvennaflokki er hún stóð uppi sem sigurvegari á ÍSAM-mótinu í golfi sem var haldið í Mosfellsbæ um helgina. Hún fagnar sigrinum í sumarbústað áður en æfingar halda áfram. Það þurfti sex holu bráðabana til þess útkljá einvígið milli Guðrúnar og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í Mosfellsbæ í gær en að endingu stóð Hafnfirðingurinn uppi með gullið. „Það var mjög góð tilfinning og fá tilgang aftur í lífinu,“ sagði Guðrún Brá við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hún segir að hún og Ólafía Þórunn hefðu báðar fengið gullin tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn. „Þetta var ótrúlega spennandi og við báðar klúðrum færum fyrr í bráðabananum og svo hafði ég þetta í lokin. Þetta hefði getað farið á báða vegu.“ Allir bestu kylfingar landsins voru mættir í Mosfellsbæ um helgina og Guðrún segir það ánægjulegt. „Þetta gerir mótið miklu skemmtilegra og maður er að leitast eftir harðari keppni svo þetta er mjög gaman,“ en hún segir golfið á Íslandi ganga sinn vanagang á meðan staðan er öðruvísi út í heimi þar sem Guðrún hefur verið að spila á Evróputúrnum. „Mótadagskráin hjá okkur er alveg eins og hún var fyrir COVID en úti þá er allt í pásu og við verðum að bíða og sjá hvað gerist með það.“ Guðrún Brá tryggði sér fyrr á þessu ári keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en hún náði einungis þremur mótum áður en allt var sett á ís vegna veirunnar. „Ég náði að spila í þremur mótum úti í febrúar og mars en svo voru allir sendir heim og nú er allt í óvissu. Við bíðum eftir kalli að utan,“ sagði Guðrún Brá. Hún sagðist ætla verðlauna sig með einni ferð í sumarbústað og svo yrði bara haldið áfram að æfa en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðrún Brá Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Sportið í dag Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur, vann fyrsta mót sumarsins í kvennaflokki er hún stóð uppi sem sigurvegari á ÍSAM-mótinu í golfi sem var haldið í Mosfellsbæ um helgina. Hún fagnar sigrinum í sumarbústað áður en æfingar halda áfram. Það þurfti sex holu bráðabana til þess útkljá einvígið milli Guðrúnar og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í Mosfellsbæ í gær en að endingu stóð Hafnfirðingurinn uppi með gullið. „Það var mjög góð tilfinning og fá tilgang aftur í lífinu,“ sagði Guðrún Brá við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hún segir að hún og Ólafía Þórunn hefðu báðar fengið gullin tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn. „Þetta var ótrúlega spennandi og við báðar klúðrum færum fyrr í bráðabananum og svo hafði ég þetta í lokin. Þetta hefði getað farið á báða vegu.“ Allir bestu kylfingar landsins voru mættir í Mosfellsbæ um helgina og Guðrún segir það ánægjulegt. „Þetta gerir mótið miklu skemmtilegra og maður er að leitast eftir harðari keppni svo þetta er mjög gaman,“ en hún segir golfið á Íslandi ganga sinn vanagang á meðan staðan er öðruvísi út í heimi þar sem Guðrún hefur verið að spila á Evróputúrnum. „Mótadagskráin hjá okkur er alveg eins og hún var fyrir COVID en úti þá er allt í pásu og við verðum að bíða og sjá hvað gerist með það.“ Guðrún Brá tryggði sér fyrr á þessu ári keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en hún náði einungis þremur mótum áður en allt var sett á ís vegna veirunnar. „Ég náði að spila í þremur mótum úti í febrúar og mars en svo voru allir sendir heim og nú er allt í óvissu. Við bíðum eftir kalli að utan,“ sagði Guðrún Brá. Hún sagðist ætla verðlauna sig með einni ferð í sumarbústað og svo yrði bara haldið áfram að æfa en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðrún Brá Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportið í dag Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira