Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 11. mars 2020 08:00 Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. Gallinn við námskrána er hins vegar sá að hún er afar óskýr og hlutar hennar eru illa skiljanlegir þeim sem henni er aðallega ætlað að leiðbeina, þ.e. nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum. Bókin er komin til ára sinna og viðhorf til framtíðarþarfa þjóðfélagsins, menntunar og endurmenntunar eru gjörbreytt. Brýnt er því að endurvinna námskrá þessa skólastigs með breytt viðhorf í huga. Mikilvægt er að texti hinnar nýju námskrár verði einfaldur og skýr svo námskráin sem handbók verði auðskilin þeim sem lesa hana og nota. Við endurvinnslu námskrárinnar þarf að einfalda kjarna náms í framhaldsskólum svo sá hluti námsins nýtist ekki aðeins sem góður grunnur fyrir háskólanám á næstu árum, heldur einnig sem grunnur að endurmenntun eftir áratugi. Til þess að svo verði þarf að gera ráð fyrir traustum kjarna á öllum námsbrautum sem nýtist þótt skipt sé síðar um nám úr félagsvísindanámi í náttúruvísindanám og öfugt svo dæmi sé tekið. Þetta er algerlega breytt hugsun frá því sem verið hefur enda hefur nám í framhaldsskólum verið miðað við að þar séu nemendur að undirbúa sig fyrir „ævistarfið“ sem alltaf yrði það sama. Núna þurfa framhaldsskólanemendur að undirbúa sig undir „margskonar ævistörf“ og ítrekaða endurmenntun! Vegna þess hve mikil óvissa er um endurmenntunarþörf síðar á ævinni væri best að allar námsbrautir í framhaldsskóla hefðu kjarna sem væri góður undirbúningur fyrir fjölbreytt háskólanám og verknám. Til að tryggja það sem best tel ég heppilegast að hafa þennan kjarna þann sama fyrir allar námsbrautir og að nám á fyrsta ári í framhaldsskóla yrði bundið við kjarnann. Því fylgir sá mikli kostur að nemendur velja áherslur í náminu (námsbrautir) ári seinna en þeir gera nú. Nú velja nemendur aðal námsbraut áður en framhaldsskólanám er hafið sem er á allan hátt óheppilegt. Að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólanum og þroskast um eitt ár áður aðal námsbraut er valin þekki ég af reynslu að skiptir ungmenni 16-17 ára gömul miklu máli. Samhliða því að mynda sameiginlegan kjarna fyrir allar námsbrautir þarf að færa úr kjarnanum það námsefni sem ekki er skýrt að nýtist í framtíðinni. Slíkt efni á að bjóða sem valgreinar eða á sérvöldum brautum. Framhaldsskólarnir geta síðan boðið mismunandi valgreinar eða brautir og nýtt framsetningu námsefnisins til að skapa sér sérstöðu á einstökum sviðum. Mismunandi áherslur á milli skóla munu þannig verða til þess að stuðla að samkeppni á milli þeirra, en kröftuga samkeppni vantar sárlega á þetta skólastig. Nefni ég hér nokkur atriði sem gætu nýst við að mynda einfaldan kjarna með fáum námsgreinum sem yrði framhaldsskólunum sameiginlegur: 1. Endurskoða þarf íslenskukennslu með það í huga að hafa einungis í kjarna framhaldsskólanáms hagnýtan hluta íslenskunnar eins grundvallaratriði í málfræði, stafsetningu, tjáningu og ritun en taka út ítarlegt málfræðinám og tímafrekan bókmenntalestur. 2. Endurskoða þarf enskukennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins eins og munnlega tjáningu og ritun en taka út þann hluta sem verr nýtist eins og ítarlega málfræði og umfangsmiklar bókmenntir. 3. Endurskoða þarf stærðfræðikennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins en taka út þann hluta sem síður nýtist eins og stærðfræði sem einungis er notuð í mjög sérhæfðu háskólanámi eða hefur þann aðal tilgang að þjálfa rökhugsun. Nám í rökhugsun er hægt að fella inn í annað nám svo sem frumkvöðlanám o.fl. þar sem það fær beint hagnýtt gildi. Stærðfræði sem eingöngu nýtist í sérhæfðu námi og störfum væri farsælt að setja í valgreinar og/eða kenna á háskólastigi. 4. Auk þess að taka hraustlega til í kennslu framangreindra grunngreina er eðlilegt að setja frumkvöðlafræði í kjarna og leggja þar áherslu á að kenna einstaklingum hugarfar sem hvetur til nýsköpunar og lausnar á vandamálum með óhefðbundnum hætti. Mikilvægt er einnig að samtímis læri þessir einstaklingar að vera óhræddir við að gera mistök á leiðinni að lausnum. 5. Síðast en ekki síst, setja þarf í kjarnann nám sem hefur styrkingu sjálfstrausts að markmiði og að hjálpa fólki að finna hamingju í lífinu. Einnig, eins og ég nefndi í fyrstu grein minni, þarf að huga sérstaklega að undirbúningi ungs fólks undir þátttöku í hamingjuríkum samskiptum og samböndum, undirbúa nemendur undir rekstur heimilis, barneignir og barnauppeldi. Fleira má hér nefna eins og málefnalega þátttöku í rökræðum, fjármálalæsi, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Í þriðja og síðasta hluta þessarar umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ mun ég fjalla um nauðsyn á breytingum á rekstri skólanna til að auka samkeppni, hvetja til framfara og lækkunar á rekstrarkostnaði. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. Gallinn við námskrána er hins vegar sá að hún er afar óskýr og hlutar hennar eru illa skiljanlegir þeim sem henni er aðallega ætlað að leiðbeina, þ.e. nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum. Bókin er komin til ára sinna og viðhorf til framtíðarþarfa þjóðfélagsins, menntunar og endurmenntunar eru gjörbreytt. Brýnt er því að endurvinna námskrá þessa skólastigs með breytt viðhorf í huga. Mikilvægt er að texti hinnar nýju námskrár verði einfaldur og skýr svo námskráin sem handbók verði auðskilin þeim sem lesa hana og nota. Við endurvinnslu námskrárinnar þarf að einfalda kjarna náms í framhaldsskólum svo sá hluti námsins nýtist ekki aðeins sem góður grunnur fyrir háskólanám á næstu árum, heldur einnig sem grunnur að endurmenntun eftir áratugi. Til þess að svo verði þarf að gera ráð fyrir traustum kjarna á öllum námsbrautum sem nýtist þótt skipt sé síðar um nám úr félagsvísindanámi í náttúruvísindanám og öfugt svo dæmi sé tekið. Þetta er algerlega breytt hugsun frá því sem verið hefur enda hefur nám í framhaldsskólum verið miðað við að þar séu nemendur að undirbúa sig fyrir „ævistarfið“ sem alltaf yrði það sama. Núna þurfa framhaldsskólanemendur að undirbúa sig undir „margskonar ævistörf“ og ítrekaða endurmenntun! Vegna þess hve mikil óvissa er um endurmenntunarþörf síðar á ævinni væri best að allar námsbrautir í framhaldsskóla hefðu kjarna sem væri góður undirbúningur fyrir fjölbreytt háskólanám og verknám. Til að tryggja það sem best tel ég heppilegast að hafa þennan kjarna þann sama fyrir allar námsbrautir og að nám á fyrsta ári í framhaldsskóla yrði bundið við kjarnann. Því fylgir sá mikli kostur að nemendur velja áherslur í náminu (námsbrautir) ári seinna en þeir gera nú. Nú velja nemendur aðal námsbraut áður en framhaldsskólanám er hafið sem er á allan hátt óheppilegt. Að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólanum og þroskast um eitt ár áður aðal námsbraut er valin þekki ég af reynslu að skiptir ungmenni 16-17 ára gömul miklu máli. Samhliða því að mynda sameiginlegan kjarna fyrir allar námsbrautir þarf að færa úr kjarnanum það námsefni sem ekki er skýrt að nýtist í framtíðinni. Slíkt efni á að bjóða sem valgreinar eða á sérvöldum brautum. Framhaldsskólarnir geta síðan boðið mismunandi valgreinar eða brautir og nýtt framsetningu námsefnisins til að skapa sér sérstöðu á einstökum sviðum. Mismunandi áherslur á milli skóla munu þannig verða til þess að stuðla að samkeppni á milli þeirra, en kröftuga samkeppni vantar sárlega á þetta skólastig. Nefni ég hér nokkur atriði sem gætu nýst við að mynda einfaldan kjarna með fáum námsgreinum sem yrði framhaldsskólunum sameiginlegur: 1. Endurskoða þarf íslenskukennslu með það í huga að hafa einungis í kjarna framhaldsskólanáms hagnýtan hluta íslenskunnar eins grundvallaratriði í málfræði, stafsetningu, tjáningu og ritun en taka út ítarlegt málfræðinám og tímafrekan bókmenntalestur. 2. Endurskoða þarf enskukennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins eins og munnlega tjáningu og ritun en taka út þann hluta sem verr nýtist eins og ítarlega málfræði og umfangsmiklar bókmenntir. 3. Endurskoða þarf stærðfræðikennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins en taka út þann hluta sem síður nýtist eins og stærðfræði sem einungis er notuð í mjög sérhæfðu háskólanámi eða hefur þann aðal tilgang að þjálfa rökhugsun. Nám í rökhugsun er hægt að fella inn í annað nám svo sem frumkvöðlanám o.fl. þar sem það fær beint hagnýtt gildi. Stærðfræði sem eingöngu nýtist í sérhæfðu námi og störfum væri farsælt að setja í valgreinar og/eða kenna á háskólastigi. 4. Auk þess að taka hraustlega til í kennslu framangreindra grunngreina er eðlilegt að setja frumkvöðlafræði í kjarna og leggja þar áherslu á að kenna einstaklingum hugarfar sem hvetur til nýsköpunar og lausnar á vandamálum með óhefðbundnum hætti. Mikilvægt er einnig að samtímis læri þessir einstaklingar að vera óhræddir við að gera mistök á leiðinni að lausnum. 5. Síðast en ekki síst, setja þarf í kjarnann nám sem hefur styrkingu sjálfstrausts að markmiði og að hjálpa fólki að finna hamingju í lífinu. Einnig, eins og ég nefndi í fyrstu grein minni, þarf að huga sérstaklega að undirbúningi ungs fólks undir þátttöku í hamingjuríkum samskiptum og samböndum, undirbúa nemendur undir rekstur heimilis, barneignir og barnauppeldi. Fleira má hér nefna eins og málefnalega þátttöku í rökræðum, fjármálalæsi, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Í þriðja og síðasta hluta þessarar umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ mun ég fjalla um nauðsyn á breytingum á rekstri skólanna til að auka samkeppni, hvetja til framfara og lækkunar á rekstrarkostnaði. Höfundur er skólastjóri.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun