Viðskipti innlent

Boðar flugtak hins nýja WOW air á næstu vikum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ballarin hefur sagst hafa sakna þess að stíga upp í fjólubláa flugvél á Keflavíkurflugvelli.
Ballarin hefur sagst hafa sakna þess að stíga upp í fjólubláa flugvél á Keflavíkurflugvelli. Vísir

Ef marka má stöðuuppfærslu Michelle Ballarin á LinkedIn er von á því að WOW air hefji flug á nýjan leik á næstu vikum.„WOW air fer aftur í loftið innan nokkurra vikna,“ skrifar hún á LinkedIn síðu hennar í nótt að íslenskum tíma.Fregnir af áhuga Ballarin á endurreisn WOW air komu fram í sumar. Þá kom meðal annars fram að hún hefði áætlanir um að gera Dulles flugvöll í Washington DC að höfuðstöðvum endurreists flugfélags.Keypti hún eignir sem tilheyra vörumerkinu WOW air af þrotabúi hins fallna flugfélags. Áform eru uppi um að hefja flug á milli Dulles-flugvallar í Washington og Íslands. Í fyrstu var talað um að WOW air færi í loftið að nýju í október, en það hefur dregist á langinn.„Við viljum gera flugið skemmtilegt á ný,“ skrifar Ballarin þar sem hún segir að flugfélagið muni tengja saman lönd og heimsálfur í flugneti sínu sem muni bera heitið WOW World.„Við lofum ykkur öryggi, þægindum og sanngjörnu verði hvert sem þú ferð á okkar vegum,“ skrifar hún á LinkedIn en færslu hennar má sjá hér að neðan.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

WOW air frestar fyrstu ferðum til desember

Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.