Golf

Íslandsmeistarinn með örugga forystu eftir fyrsta hringinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu eftir fyrri hring ÍSAM-mótsins.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu eftir fyrri hring ÍSAM-mótsins. GSÍ/Seth

Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ eftir fyrsta hring mótsins. Er það vallarmet á Hlíðavelli.

Guðrún fór á kostum í dag og fékk alls sex fugla á hring dagsins. Lék hún á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari vallarins. 

Þar á eftir kemur atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún lék á pari vallarins eftir fjóra skolla og fjóra fugla, aðrar holur paraði hún. Þá er Valdís Þóra Jónsdóttir í þriðja sæti mótsins á einu höggi yfir pari eftir hafa fengið fimm skolla á fyrri hring dagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.