Golf

Íslandsmeistarinn með örugga forystu eftir fyrsta hringinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu eftir fyrri hring ÍSAM-mótsins.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu eftir fyrri hring ÍSAM-mótsins. GSÍ/Seth

Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ eftir fyrsta hring mótsins. Er það vallarmet á Hlíðavelli.

Guðrún fór á kostum í dag og fékk alls sex fugla á hring dagsins. Lék hún á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari vallarins. 

Þar á eftir kemur atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún lék á pari vallarins eftir fjóra skolla og fjóra fugla, aðrar holur paraði hún. Þá er Valdís Þóra Jónsdóttir í þriðja sæti mótsins á einu höggi yfir pari eftir hafa fengið fimm skolla á fyrri hring dagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.