Lögreglan sektar ekki strax fyrir nagladekkjanotkun Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. apríl 2020 07:00 Lögreglan Frá og með gærdeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega hafist er handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglu verður ekki hafist handa við að sekta strax. Raunar hefur samkvæmt vef FÍB aldrei verið sektað fyrir akstur á nagladekkjum fyrr en í maí. Sektarupphæð vegna aksturs á nagladekkjum fjórfölduðust árið 2018. Upphæðin var áður 5.000 kr. á hvert dekk en er nú orðin 20.000 kr. á hvert dekk. Vísir mun fylgjast vel með því hvenær stendur til að byrja að sekta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent
Frá og með gærdeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega hafist er handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglu verður ekki hafist handa við að sekta strax. Raunar hefur samkvæmt vef FÍB aldrei verið sektað fyrir akstur á nagladekkjum fyrr en í maí. Sektarupphæð vegna aksturs á nagladekkjum fjórfölduðust árið 2018. Upphæðin var áður 5.000 kr. á hvert dekk en er nú orðin 20.000 kr. á hvert dekk. Vísir mun fylgjast vel með því hvenær stendur til að byrja að sekta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent