Lýðræði í sóttkví Stefanía Reynisdóttir skrifar 15. apríl 2020 14:45 Á tímum heimsfaraldurs sökum nýrrar tegundar kórónaveiru hefur margt í okkar daglega lífi þurft að taka breytingum. Aðgerðir á sviði heilbrigðis- og efnahagsmála eru hvað helst eftirtektarverðar og því hafa fylgt takmarkanir á skólahaldi, starfsemi vinnustaða og öðrum samkomum samfélagsins. Aðgerðir þessar hafa miðað að því að bjarga lífum, vernda afkomu og efnahaginn. Annar þáttur sem þarfnast ekki síður verndar, er lýðræðið. Þegar neyðarúrræði eru rædd verða stjórnvöld að virða lýðræðislegar venjur um réttarríki og gagnsæi. Sérlega þegar setja á miklar takmarkanir á grunnfrelsi okkar verður þar að baki að standa breiður lýðræðislegur stuðningur. Því miður erum við strax að sjá sumar ríkisstjórnir heims nýta sér tækifærið í skugga kórónaveirunnar til að brjóta gegn þessum réttindum sem lýðræði tryggir okkur. Í skugga kórónaveiru Í Póllandi hyggst stjórnarflokkurinn Lög og Réttindi (PiS) misnota ástandið í landinu til að koma í gegn frumvarpi um bann á þungunarrofi, en löggjöf þess efnis í landinu er nú þegar ströng. Seinast þegar bann á þungunarrofi var rætt í þinginu urðu mikil mótmæli til þess að hætt var við bannið. Nú þegar strangar reglur eru um samkomubann sem hafa áhrif á skipulögð mótmæli fólks, hyggst ríkisstjórnin lauma banninu í gegn. Ríkisstjórn Póllands grefur enn frekar undan lýðræði með þeim áformum að halda forsetakosningar í maí, þegar almenningur hefur ekki greiðan aðgang að frambjóðendum hvað þá kjörstað. Ríkjandi forseti Andrzej Duda nýtir því ástandið til að styrkja eigin stöðu. Ríkisstjórnin breytti einnig kosningarlögum með minna en 6 mánaða fyrirvara og gerðist því sek um brot á stjórnarskrá Póllands. Í Ungverjalandi er svipuð saga upp á teningnum. Ungverska þingið hefur samþykkt neyðarlög sem færa forsætisráðherranum, Viktor Orbán, allt þingvald og þar með leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið. Lögin voru samþykkt af stjórnarmeirihluta Orbáns og fela í sér ákvæði um upplýsingafals sem vel geta verið notuð til að refsa fyrir gagnrýna fréttaumfjöllun. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda hefur einnig verið afnumið. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Orbán vegur að frjálslyndum öflum og réttindum í landinu. Þessar aðgerðir gera ekkert til að stöðva kórónaveirufaraldurinn, heldur stappa þær niður gagnrýnendur, andstöðu og tjáningarfrelsi. Þessar ríkisstjórnir ryðja veginn fyrir lögum og reglum sem víkja lýðræðislega kosnum þingum úr vegi. Þær þagga niður í andstæðingum sínum og fjarlæga mannréttindi um frjálsa fjölmiðlun. Stöndum vörð um frjálslyndi Þegar atlaga er gerð að frjálslyndum lýðræðislegum réttindum fólks í skjóli nætur er mikilvægt að við stöndum saman gagnvart þeim sem misnota aðstöðu sína á umbrotatímum. Við megum ekki sofna á verðinum. Lýðræði og mannréttindi geta ekki farið í sóttkví. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum heimsfaraldurs sökum nýrrar tegundar kórónaveiru hefur margt í okkar daglega lífi þurft að taka breytingum. Aðgerðir á sviði heilbrigðis- og efnahagsmála eru hvað helst eftirtektarverðar og því hafa fylgt takmarkanir á skólahaldi, starfsemi vinnustaða og öðrum samkomum samfélagsins. Aðgerðir þessar hafa miðað að því að bjarga lífum, vernda afkomu og efnahaginn. Annar þáttur sem þarfnast ekki síður verndar, er lýðræðið. Þegar neyðarúrræði eru rædd verða stjórnvöld að virða lýðræðislegar venjur um réttarríki og gagnsæi. Sérlega þegar setja á miklar takmarkanir á grunnfrelsi okkar verður þar að baki að standa breiður lýðræðislegur stuðningur. Því miður erum við strax að sjá sumar ríkisstjórnir heims nýta sér tækifærið í skugga kórónaveirunnar til að brjóta gegn þessum réttindum sem lýðræði tryggir okkur. Í skugga kórónaveiru Í Póllandi hyggst stjórnarflokkurinn Lög og Réttindi (PiS) misnota ástandið í landinu til að koma í gegn frumvarpi um bann á þungunarrofi, en löggjöf þess efnis í landinu er nú þegar ströng. Seinast þegar bann á þungunarrofi var rætt í þinginu urðu mikil mótmæli til þess að hætt var við bannið. Nú þegar strangar reglur eru um samkomubann sem hafa áhrif á skipulögð mótmæli fólks, hyggst ríkisstjórnin lauma banninu í gegn. Ríkisstjórn Póllands grefur enn frekar undan lýðræði með þeim áformum að halda forsetakosningar í maí, þegar almenningur hefur ekki greiðan aðgang að frambjóðendum hvað þá kjörstað. Ríkjandi forseti Andrzej Duda nýtir því ástandið til að styrkja eigin stöðu. Ríkisstjórnin breytti einnig kosningarlögum með minna en 6 mánaða fyrirvara og gerðist því sek um brot á stjórnarskrá Póllands. Í Ungverjalandi er svipuð saga upp á teningnum. Ungverska þingið hefur samþykkt neyðarlög sem færa forsætisráðherranum, Viktor Orbán, allt þingvald og þar með leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið. Lögin voru samþykkt af stjórnarmeirihluta Orbáns og fela í sér ákvæði um upplýsingafals sem vel geta verið notuð til að refsa fyrir gagnrýna fréttaumfjöllun. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda hefur einnig verið afnumið. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Orbán vegur að frjálslyndum öflum og réttindum í landinu. Þessar aðgerðir gera ekkert til að stöðva kórónaveirufaraldurinn, heldur stappa þær niður gagnrýnendur, andstöðu og tjáningarfrelsi. Þessar ríkisstjórnir ryðja veginn fyrir lögum og reglum sem víkja lýðræðislega kosnum þingum úr vegi. Þær þagga niður í andstæðingum sínum og fjarlæga mannréttindi um frjálsa fjölmiðlun. Stöndum vörð um frjálslyndi Þegar atlaga er gerð að frjálslyndum lýðræðislegum réttindum fólks í skjóli nætur er mikilvægt að við stöndum saman gagnvart þeim sem misnota aðstöðu sína á umbrotatímum. Við megum ekki sofna á verðinum. Lýðræði og mannréttindi geta ekki farið í sóttkví. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun