Körfubolti

Nýliðar Fjölnis semja við 192 sentímetra landsliðskonu frá Litháen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lina Pikciute birti þessa mynd af sér á fésbókinni eftir að hún varð Þýskalandsmeistari með Keltern tímabilið 2017-18.
Lina Pikciute birti þessa mynd af sér á fésbókinni eftir að hún varð Þýskalandsmeistari með Keltern tímabilið 2017-18. Mynd/Fésbókin

Nýliðar Fjölnis í Domino´s deild kvenna í körfubolta fengu góðan liðstyrk í dag þegar félagið samdi við litháensku landsliðskonuna Linu Pikciute.

Fjölnir ætlar sér að festa sig í sessi í Dominos deild kvenna á næsta tímabili og gott skref í þá átt var að fá til sín Lina Pikciute sem hefur flotta ferilsskrá. Lina Pikciute er líka 192 sentímetrar á hæð og mun muna mikið um það í baráttunni undir körfunum næsta vetur.

Lina Pikciute verður þrítug á þessu ári og hefur mikla reynslu frá Evrópu þar sem hún hefur spilað í efstu deild á Spáni og Þýskalandi auk þess að spila í Euroleague og Euro cup.

Lina hefur verið fastur leikmaður í litháíska landsliðinu í mörg ár ásamt því að spila í bestu deildum í Evrópu.

Lina er líka sigursæll leikmaður því hún hefur fimm sinnum orðið litháenskur meistari og unnið landsliðstitilinn bæði í Svíþjóð 2015 og í Þýskalandi 2018.

Lina Pikciute lék með Leganes á Spáni á þessu tímabili í spænsku b-deildinni þar sem hún var með 8,7 stig og 6,9 fráköst að meðaltali á 23,2 mínútum í leik.

Fjölnisliðið vann sér sæti í Domino´s deild kvenna í vetur og hafði áður tilkynnt að liðið ætlar að halda bandaríska leikmanni sínum frá því í b-deildinni. Ariel Hearn var með 24,3 stig, 12,7 fráköst og 7,3 stoðsendingar í leik með Fjölni á tímabilinu og mætir aftur næsta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×