Formaður Neytendasamtakanna undrast mikinn verðmun á umfelgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2017 19:15 Dekk ökutækja koma óvenju illa undan snjóléttum vetri hér á suðvesturhorni landsins í ár. Eigandi dekkjaverkstæðis segir líklegt að margir þurfi ný vetrardekk næsta vetur. Allt að sextíu og fimm prósenta verðmunur er á umfelgun á milli dekkjaverkstæða. Sumardagurinn fyrsti var á fimmtudaginn en þrátt fyrir það þá er veturinn ekki alveg búinn að sleppa tökunum. Það er hins vegar sá tíma að eigendur ökutækja þurfa að fara að huga að umfelgun. 15. apríl síðastliðinn áttu nagladekkin að vera farin undan en lögreglan er enn þá ekki farin að sekta. Hún metur aðstæður hverju sinni. Á dögunum var Félag íslenskra bifreiðaeigenda með könnun þar sem kom fram að sextíu og fimm prósenta verðmunur á á umfelgun á milli fyrirtækja. Könnun Félags íslenskra bifreiðaeigenda var gerð 19. apríl síðastliðinn en hringt var á milli dekkjaverkstæða á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Spurt var um listaverð og eingöngu miðað við umfelgun á álfelgum þar sem gert er ráð fyrir því að álfeglur séu undir 2/3 hluta fólksbíla hér á landi. Spurt var: Hvað kostar umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum 16 tommu álfelgum? 65% prósenta munur er á hæsta og lægsta verði. Ódýrust reyndist umfelgun hjá Dekkjahúsinu í Kópavogi þar sem kostnaðurinn var 5.990.- krónur. Samkvæmt könnuninni var dýrast að fara á dekkjaverkstæði N1, en þar var kostnaðurinn 9.493.- krónur. Formaður Neytendasamtakanna undrast þessi mikli verðmunur. „Manni dettur í hug að neytendur séu kannski ekki í nægjanlegu mæli að gera verðsamanburð þegar þeir ákveða hvar þeir ætla að umfelga. Séu kannski vanafastir. Ég hef á tilfinningunni að það sé að breytast. Neytendur eru að vakna og ég held að menn komist ekki upp með svona eins og áður,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna. Hvernig fer vertíðin af stað? „Hún fer mjög vel af stað, þó seint sé. Það eru búin að vera veðraskipti undanfarna daga en þetta byrjar mjög vel hjá okkur núna,“ segir Eiður Ármannsson, framkvæmdastjóri Dekkjahússins. Þetta er búinn að vera óvenju sjónléttur vetur hér á höfuðborgarsvæðinu hvernig koma dekkin undan? „Mjög illa. Það má segja eins og er þau koma mjög illa undan. Slæmir vegir líka. Það hefur sínar afleiðingar,“ segir Eiður. Er það ávísun á það að næsti vetur verður dýr fyrir eigendur ökutækja? „Já. Ég held að það sé meiri hugsun hjá fólki í dag að hafa góð dekk undir bílnum yfir veturinn vegna þess að það er farið að reyna mikið meira á þetta en eins og þetta hefur verið í vetur að þá hafa dekk slitnað óvenju illa og það verður ávísun á að fólk keyri dekkin út í sumar og kaupi ný næsta vetur líka,“ segir Eiður. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Dekk ökutækja koma óvenju illa undan snjóléttum vetri hér á suðvesturhorni landsins í ár. Eigandi dekkjaverkstæðis segir líklegt að margir þurfi ný vetrardekk næsta vetur. Allt að sextíu og fimm prósenta verðmunur er á umfelgun á milli dekkjaverkstæða. Sumardagurinn fyrsti var á fimmtudaginn en þrátt fyrir það þá er veturinn ekki alveg búinn að sleppa tökunum. Það er hins vegar sá tíma að eigendur ökutækja þurfa að fara að huga að umfelgun. 15. apríl síðastliðinn áttu nagladekkin að vera farin undan en lögreglan er enn þá ekki farin að sekta. Hún metur aðstæður hverju sinni. Á dögunum var Félag íslenskra bifreiðaeigenda með könnun þar sem kom fram að sextíu og fimm prósenta verðmunur á á umfelgun á milli fyrirtækja. Könnun Félags íslenskra bifreiðaeigenda var gerð 19. apríl síðastliðinn en hringt var á milli dekkjaverkstæða á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Spurt var um listaverð og eingöngu miðað við umfelgun á álfelgum þar sem gert er ráð fyrir því að álfeglur séu undir 2/3 hluta fólksbíla hér á landi. Spurt var: Hvað kostar umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum 16 tommu álfelgum? 65% prósenta munur er á hæsta og lægsta verði. Ódýrust reyndist umfelgun hjá Dekkjahúsinu í Kópavogi þar sem kostnaðurinn var 5.990.- krónur. Samkvæmt könnuninni var dýrast að fara á dekkjaverkstæði N1, en þar var kostnaðurinn 9.493.- krónur. Formaður Neytendasamtakanna undrast þessi mikli verðmunur. „Manni dettur í hug að neytendur séu kannski ekki í nægjanlegu mæli að gera verðsamanburð þegar þeir ákveða hvar þeir ætla að umfelga. Séu kannski vanafastir. Ég hef á tilfinningunni að það sé að breytast. Neytendur eru að vakna og ég held að menn komist ekki upp með svona eins og áður,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna. Hvernig fer vertíðin af stað? „Hún fer mjög vel af stað, þó seint sé. Það eru búin að vera veðraskipti undanfarna daga en þetta byrjar mjög vel hjá okkur núna,“ segir Eiður Ármannsson, framkvæmdastjóri Dekkjahússins. Þetta er búinn að vera óvenju sjónléttur vetur hér á höfuðborgarsvæðinu hvernig koma dekkin undan? „Mjög illa. Það má segja eins og er þau koma mjög illa undan. Slæmir vegir líka. Það hefur sínar afleiðingar,“ segir Eiður. Er það ávísun á það að næsti vetur verður dýr fyrir eigendur ökutækja? „Já. Ég held að það sé meiri hugsun hjá fólki í dag að hafa góð dekk undir bílnum yfir veturinn vegna þess að það er farið að reyna mikið meira á þetta en eins og þetta hefur verið í vetur að þá hafa dekk slitnað óvenju illa og það verður ávísun á að fólk keyri dekkin út í sumar og kaupi ný næsta vetur líka,“ segir Eiður.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira