Erlent

Al Kaida hótar árásum á Þýskaland

Óli Tynes skrifar

Öryggisgæsla hefur verið hert um allt Þýskaland eftir að sjónvarpsstöðvum þar barst myndband me´ð hótunum frá Al Kaida.

Þulurinn á myndbandinu er Þjóðverjinn Bekkay Harrach sem er af marokkóskum uppruna. Hann bjó lengi í Bonn en talið er að hann haldi nú til einhversstaðar á landamærunum milli Afganistans og Pakistans.

Harrach hefur áður verið þulur á myndböndum þar sem Þjóðverjum er hótað á þeirra eigin tungumáli.

Á myndbandinu sem nú barst skipar Harrach þýskum þjósendum að þrýsta á ríkisstjórn sína að flytja þýska hermenn heim frá Afganistan og nota til þess yfirvofandi þingkosningar.

Ef kjósendur hlýði þessu ekki séu þeir samsekir og muni vakna upp við vondan draum.

Harach hvatti þýska múslima til þess að halda sig heimavið í tvær vikur eftir kosningarnar, til þess að eiga ekki á hættu að lenda í árásum sem þá yrðu gerðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×