Erlent

Var lögð í einelti á Facebook og stökk fram af brú

Holly Grogan var fimmtán ára þegar hún svipti sig lífi.
Holly Grogan var fimmtán ára þegar hún svipti sig lífi.

Hin fimmtán ára Holly Grogan framdi sjálfsmorð eftir að hafa lent í hrottalegu einelti í skólanum. Facebook var einnig notað að sögn foreldra hennar.

Holly hafði skipt um skóla tvisvar til þess að komast frá eineltinu en það virtist fylgja henni. Hún virðist hafa fengið nóg í vikunni og stökk fram af brú niður á hraðbraut þar sem hún lést.

Bretar eru harmi slegnir vegna atburðarins.

Þúsundir manna hafa skrifað athugasemdir við fréttir af málinu vegna eineltisins sem stúlkan varð fyrir.

Móðir Holly sagði í viðtali við The Daily mail að bekkjarsystur Hollys hefðu níðst á henni á Facebook. Holly hafi verið með lítið sjálfstraust en alltaf gengið vel í skóla.

Daily mail ræddi við kennara Holly. Hann sagðist hafa verið í áfalli eftir að hafa fengið fréttirnar en vildi ekki tjá sig um eineltið sem stúlkan varð fyrir.

Lögreglan hvetur hugsanleg vitni sem sáu stúlkuna stökkva fram af brúnni að gefa sig fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×