Golf

Tiger var tilbúinn andlega og líkamlega

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tiger Woods var tilbúinn að verja titil sinn.
Tiger Woods var tilbúinn að verja titil sinn. EPA-EFE/DAVID SWANSON

Tiger Woods var tilbúinn bæði andlega og líkamlega til að verja titil sinn á Augusta National-meistaramótinu sem átti að fara fram núna um helgina.

Líkt og öðrum íþróttaviðburðum um heim allan var mótinu aflýst vegna kórónufaraldursins.

Þetta segir kylfingurinn í viðtali við GolfTV en það er einn af styrktaraðilum hans. Í staðinn fyrir að vera undirbúa sig undir langa helgi á golfvellinum er Woods að pútta gegn 11 ára syni sínum á heimili þeirra í Flórída.

„Líkami minn var tilbúinn og ég vissi ekki af hverju ég var að láta eins og ég gerði, þetta var skrítið,“ sagði Woods en hann fann fyrir adrenalín sitt aukast fyrir mótið líkt og hann væri að fara keppa. 

Woods hafði tekið sér frí fyrir mótið til að vera í toppstandi. Hann verður þó tilbúinn þegar þar að kemur.

„Það er ekki svona sem ég hefði viljað halda græna jakkanum en það gæti verið hægt að halda mótið í nóvember. Ég verð þar, tilbúinn að verja titilinn.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.