Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2020 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir laun æðstu embættismanna fylgja almennri launaþróun stöð 2 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að lögbundnar launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi á tímum kórónuveirunnar en bendir á að þær fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins. Fram kom í fréttum í dag að þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar hafi fengið 70 til 130 þúsund króna launahækkun 1. janúar. Laun forseta Íslands hækkuðu um tæpar 190 þúsund krónur. Áður hafði komið fram að forsetinn hafi hafnað launahækkuninni en það er rangt, hann frestaði henni einungis eins og aðrir ráðamenn en hækkunin átti að taka gildi síðasta sumar. Laun ráðamanna hafa ekki hækkað frá 2016 en þá var sett í lög að laun séu ákvörðuð eftir mati Hagstofunnar á launabreytingum og kjararannsóknum. „Þannig að breytingin sem var gerð með lögum var að kjararáð var lagt niður og þessi hópur, æðstu embættismenn, myndu einfaldlega fylgja launaþróun á opinberum markaði sem aftur fylgir launaþróun á almennum markaði, hvort sem það er til hækkunar eða lækkunar“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Launabreytingar ráðamanna eru framkvæmdar 1. júlí hvert ár samkvæmt lögunum. Launahækkunin sem nú er til umræðu var frestað síðasta júlí vegna lífskjarasamninganna. Launahækkunin sem á að koma fram í júlí næstkomandi hefur einnig verið frestað vegna ástandsins í samfélaginu. En launahækkanir á tímum atvinnuleysis, skertra kjara og erfiðra aðstæða falla ekki í sérlega góðan farveg hjá mörgum og segist forsætisráðherra hafa fullan skilning á því. Er í skoðun að hafna þessari launahækkun? „Ég held að við séum öll meðvituð um það að allar forsendur ríkisfjármála eru að breytast núna og það getur haft áhrif á launaþróun allra í samfélaginu og það getur átt við um okkur eins og aðra.“ Forsætisráðherra ræddi launahækkanir jafnframt við Reykjavík síðdegis í dag. Alþingi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að lögbundnar launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi á tímum kórónuveirunnar en bendir á að þær fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins. Fram kom í fréttum í dag að þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar hafi fengið 70 til 130 þúsund króna launahækkun 1. janúar. Laun forseta Íslands hækkuðu um tæpar 190 þúsund krónur. Áður hafði komið fram að forsetinn hafi hafnað launahækkuninni en það er rangt, hann frestaði henni einungis eins og aðrir ráðamenn en hækkunin átti að taka gildi síðasta sumar. Laun ráðamanna hafa ekki hækkað frá 2016 en þá var sett í lög að laun séu ákvörðuð eftir mati Hagstofunnar á launabreytingum og kjararannsóknum. „Þannig að breytingin sem var gerð með lögum var að kjararáð var lagt niður og þessi hópur, æðstu embættismenn, myndu einfaldlega fylgja launaþróun á opinberum markaði sem aftur fylgir launaþróun á almennum markaði, hvort sem það er til hækkunar eða lækkunar“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Launabreytingar ráðamanna eru framkvæmdar 1. júlí hvert ár samkvæmt lögunum. Launahækkunin sem nú er til umræðu var frestað síðasta júlí vegna lífskjarasamninganna. Launahækkunin sem á að koma fram í júlí næstkomandi hefur einnig verið frestað vegna ástandsins í samfélaginu. En launahækkanir á tímum atvinnuleysis, skertra kjara og erfiðra aðstæða falla ekki í sérlega góðan farveg hjá mörgum og segist forsætisráðherra hafa fullan skilning á því. Er í skoðun að hafna þessari launahækkun? „Ég held að við séum öll meðvituð um það að allar forsendur ríkisfjármála eru að breytast núna og það getur haft áhrif á launaþróun allra í samfélaginu og það getur átt við um okkur eins og aðra.“ Forsætisráðherra ræddi launahækkanir jafnframt við Reykjavík síðdegis í dag.
Alþingi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00