Sport

Sportið í dag: Ólafía Þórunn, silfurstrákar og kíkt í bílskúra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli stýra Sportinu í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atli stýra Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Síðasti þátturinn af Sportinu í dag fyrir páskafrí verður ekki af verri endanum.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kíkir í settið. Hún fer yfir það hvernig kylfingar halda sér í æfingu og hvað sé fram undan hjá henni. 

Strákarnir heyra líka í silfurstrákunum Arnóri Atlasyni og Snorra Steini Guðjónssyni en þeir fögnuðu báðir titlum heima hjá sér í vikunni. 

Einnig heyrum við í Birgi Jónassyni, gjaldkera Knattspyrnuþjálfarafélagsins, sem fer yfir stöðu knattspyrnuþjálfara í ástandinu. 

Svo verður kíkt í frábæran bílskur í Kópavoginum þar sem einn öflugasti pílari landsins heldur sér í formi þessa dagana. Loks kemur pistill frá Kára Kristjáni Kristjánssyni úr skúrnum í Vestmannaeyjum.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×