Annað sjónarhorn í umræðuna um skort á hjúkrunarfræðingum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 7. apríl 2020 17:00 Fyrir um þremur áratugum breyttu Danir menntun sjúkraliða. Til urðu stéttirnar Social- og sundhedsassistent (SOSU-assistent) og Social- og sundhedshjælper (SOSU-hjælper). Mikil bót fyrir danska heilbrigðiskerfið. Hjúkrunarfræðingar þar í landi settu sig upp á móti menntun SOSU-assistentana (heilsu- og félagsliði, þýðingin mín), töldu að þeir misstu spón úr aski sínum. Þáverandi heilbrigðisráðherra hlustaði ekki á andmælin, þörf landsins var í forgangi, og því hafa SOSU-assistenter verið að störfum í þrjá áratugi. Stéttin hefur sannað gildi sitt í Danmörku. Sjúkraliðar sem hafa danska heitið ,,sygehjælper“ höfðu tök á að fara í nám, svokallað ,,opskoling“ sem tók innan við ár til að verða SOSU-assistent. Í 2008 var menntunarþörfinni fullnægt og síðasti hópurinn útskrifaðist, segir frá skólanum SOSU-nord, það ár. Þeir sem bættu ekki við sig námi vinna sem ,,sygehælper“ með takmarkaðra starfssvið en SOSU-assistent. Stéttin ,,sygehjælpere“ deyr smá saman út en ný stétt yfirtekur að mestu starfsviðið, SOSU- hjælpere (félagsliði). Starfssvið SOSU-assistente er víðara en sjúkraliða, líka þegar horft er til Íslands, en takmarkaðra en hjúkrunarfræðinga. Með náminu var ákveðið að færa ýmis störf sem hjúkrunarfræðingar hafa haft á sinni könnu til SOSU-assistentana. Það var gert til að létta á stétt hjúkrunarfræðinga og færa til verkefni sem minna menntaður einstaklingur getur sinnt, án skerðingar á gæðum. Uppbygging danska námsins Sama grunnmenntun er fyrir SOSU- hjælper (félagsliða) og SOSU-assistent (heilsu- og félagsliði), en það fer eftir aldri, fyrri störfum og menntun hvar einstaklingur byrjar í ferlinu. Eftir grunnnám hefst sérhæfing. SOSU-hjælper (félagsliði). Námið tekur 2 ár og 2 mánuði. Vinnustaðir eru m.a. dvalar- og elliheimili, verndaðar íbúðir aldraða og sambýli. Starfssvið félagsliða er persónuleg aðstoð, hjálp með innkaup, þrif og þvotta. SOSU- assistent (heilsu- og félagsliði).Námið tekur 3 ár 10 mánuði, að meðtölu árunum sem tekur að verða Sosu-hjælper. Þessi stétt sinnir almennum hjúkrunarstörfum. Þeir vinna m.a. á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum, á geðsviðinu og við heimahjúkrun. Fyrir margt löngu vakti Sjúkraliðafélag Íslands athygli á málinu, án árangurs. Ráðherrar þeirra tíma ljáðu félaginu ekki eyra, því miður. Þess í stað var sétt með minna starfssvið en sjúkraliðar búin til, félagsliðar, sem svar við kalli ófaglærðra í öldrunar- og félagsgeiranum. Gera má að því skóna að mönnun innan sjúkrahúsanna væri önnur hefði menntun sjúkraliða verið breytt á sínum tíma eins og Danir gerðu. Menntunin er góð, vinsæl og bæði konur og karlar sækja í námið. Ég hvet Sjúkraliðafélag Íslands, Landlækni, Menntamálaráðherra og Heilbrigðisráðherra að snúa bökum saman og skoða á hvern hátt má auka nám sjúkraliða með það fyrir augum að að auka starfssvið þeirra. Danir fóru þessa góðu leið til heilla fyrir heilbrigðiskerfið þeirra, vann á skorti hjúkrunarfræðinga. Viðbótarnám fyrir sjúkraliða (opskoling) tekur innan við ár. Með slíku námi mætti koma til móts við skort á hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsunum í dag. Danir gátu, hví ekki við! Helga Dögg Sverrisdóttir, M.Sc. M.Ed. og sjúkraliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um þremur áratugum breyttu Danir menntun sjúkraliða. Til urðu stéttirnar Social- og sundhedsassistent (SOSU-assistent) og Social- og sundhedshjælper (SOSU-hjælper). Mikil bót fyrir danska heilbrigðiskerfið. Hjúkrunarfræðingar þar í landi settu sig upp á móti menntun SOSU-assistentana (heilsu- og félagsliði, þýðingin mín), töldu að þeir misstu spón úr aski sínum. Þáverandi heilbrigðisráðherra hlustaði ekki á andmælin, þörf landsins var í forgangi, og því hafa SOSU-assistenter verið að störfum í þrjá áratugi. Stéttin hefur sannað gildi sitt í Danmörku. Sjúkraliðar sem hafa danska heitið ,,sygehjælper“ höfðu tök á að fara í nám, svokallað ,,opskoling“ sem tók innan við ár til að verða SOSU-assistent. Í 2008 var menntunarþörfinni fullnægt og síðasti hópurinn útskrifaðist, segir frá skólanum SOSU-nord, það ár. Þeir sem bættu ekki við sig námi vinna sem ,,sygehælper“ með takmarkaðra starfssvið en SOSU-assistent. Stéttin ,,sygehjælpere“ deyr smá saman út en ný stétt yfirtekur að mestu starfsviðið, SOSU- hjælpere (félagsliði). Starfssvið SOSU-assistente er víðara en sjúkraliða, líka þegar horft er til Íslands, en takmarkaðra en hjúkrunarfræðinga. Með náminu var ákveðið að færa ýmis störf sem hjúkrunarfræðingar hafa haft á sinni könnu til SOSU-assistentana. Það var gert til að létta á stétt hjúkrunarfræðinga og færa til verkefni sem minna menntaður einstaklingur getur sinnt, án skerðingar á gæðum. Uppbygging danska námsins Sama grunnmenntun er fyrir SOSU- hjælper (félagsliða) og SOSU-assistent (heilsu- og félagsliði), en það fer eftir aldri, fyrri störfum og menntun hvar einstaklingur byrjar í ferlinu. Eftir grunnnám hefst sérhæfing. SOSU-hjælper (félagsliði). Námið tekur 2 ár og 2 mánuði. Vinnustaðir eru m.a. dvalar- og elliheimili, verndaðar íbúðir aldraða og sambýli. Starfssvið félagsliða er persónuleg aðstoð, hjálp með innkaup, þrif og þvotta. SOSU- assistent (heilsu- og félagsliði).Námið tekur 3 ár 10 mánuði, að meðtölu árunum sem tekur að verða Sosu-hjælper. Þessi stétt sinnir almennum hjúkrunarstörfum. Þeir vinna m.a. á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum, á geðsviðinu og við heimahjúkrun. Fyrir margt löngu vakti Sjúkraliðafélag Íslands athygli á málinu, án árangurs. Ráðherrar þeirra tíma ljáðu félaginu ekki eyra, því miður. Þess í stað var sétt með minna starfssvið en sjúkraliðar búin til, félagsliðar, sem svar við kalli ófaglærðra í öldrunar- og félagsgeiranum. Gera má að því skóna að mönnun innan sjúkrahúsanna væri önnur hefði menntun sjúkraliða verið breytt á sínum tíma eins og Danir gerðu. Menntunin er góð, vinsæl og bæði konur og karlar sækja í námið. Ég hvet Sjúkraliðafélag Íslands, Landlækni, Menntamálaráðherra og Heilbrigðisráðherra að snúa bökum saman og skoða á hvern hátt má auka nám sjúkraliða með það fyrir augum að að auka starfssvið þeirra. Danir fóru þessa góðu leið til heilla fyrir heilbrigðiskerfið þeirra, vann á skorti hjúkrunarfræðinga. Viðbótarnám fyrir sjúkraliða (opskoling) tekur innan við ár. Með slíku námi mætti koma til móts við skort á hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsunum í dag. Danir gátu, hví ekki við! Helga Dögg Sverrisdóttir, M.Sc. M.Ed. og sjúkraliði.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun