Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 21:00 Guðmundur B. Ólason er formaður HSÍ. vísir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir að ákvörðunin hafi auðvitað verið erfið en hann segir að eftir tilkynningar síðustu daga hafi verið ljóst að það væri erfitt að klára yfirstandandi tímabil. „Þetta er ákvörðun sem við erum búin að bíða með að taka þangað til að við vorum komin með alveg fullnægjandi upplýsingar. Það var eiginlega alveg ljóst að við hefðum ekki getað klárað mótið miðað við þær upplýsingar sem við fengum um samkomubannið og jafnframt að það yrði afnumið á lengri tíma,“ sagði Guðmundur í Seinni bylgjunni. „Þá lá eiginlega alveg fyrir að þessi tveggja metra reglan sem gerir mönnum ekki kleift að æfa, að hún yrði ekki afnumin fyrr en hugsanlega um miðjan eða seinni hlutann af maí. Þetta er ályktun sem við drögum af þessum upplýsingum sem við höfum fengið og þá var ljóst að við gátum ekki klárað mótið.“ Hann segir að þetta snúist ekki bara um hvenær menn geta byrjað að spila heldur þurfi menn nokkrar vikur til þess að koma sér í gang og forða leikmönnum frá meiðslum. „Þetta snýst líka um það, sem fólk gerir sér ekki grein fyrir, að áður en við gætum spilað þá hefðu liðin þurft að æfa í tvær til þrjár vikur til þess að komast í form og koma í veg fyrir meiðslahættu. Þegar þetta er skoðað í heild sinni, að við gætum ekki byrjað að æfa fyrr en um miðjan eða seinni part maí, þá erum við komin svo langt fram í júní að þá koma önnur vandamál upp.“ Einhverjir hafa sett spurningarmerki við ákvörðun HSÍ, afhverju hún þurfi að koma núna en einhverjir vildu bíða enn frekar með að taka ákvörðunina. „Það er einfaldlega útaf því að fjórða maí þá byrjar þetta að afnumast í hlutum, vonum við. Þá byrja menn ekki á tveggja metra reglunin - heldur stækka hópinn og gera hann að 50 manna eða 100 manna hópum til að koma atvinnulífinu í gang. Ég hugsa að það verði í algjörum forgangi og tveggja metra reglan er líklega sú síðasta sem menn munu afnuma.“ „Auðvitað gætum við hugsanlega beðið lengur en það er alveg ljóst að miðað við þessar tímasetningar þá hefðum við þurft að spila mótið fram í júní. Þá erum við komin með önnur vandamál eins og félagaskiptaglugginn er 1. júní og menn eru byrjaðir að skipta um lið. Það eru alls konar flækjur inn í það og svo koma enn fleiri þegar landsliðið kemur inn. Þyrftum við þá að gera hlé - svo þetta var niðurstaðan og tókum lýðræðislega umræðu inn í hreyfingunni. Menn voru byrjaðir að kalla eftir því að það kæmi ákvörðun og þess vegna var þetta niðurstaðan.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Formaður HSÍ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Íslenski handboltinn Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir að ákvörðunin hafi auðvitað verið erfið en hann segir að eftir tilkynningar síðustu daga hafi verið ljóst að það væri erfitt að klára yfirstandandi tímabil. „Þetta er ákvörðun sem við erum búin að bíða með að taka þangað til að við vorum komin með alveg fullnægjandi upplýsingar. Það var eiginlega alveg ljóst að við hefðum ekki getað klárað mótið miðað við þær upplýsingar sem við fengum um samkomubannið og jafnframt að það yrði afnumið á lengri tíma,“ sagði Guðmundur í Seinni bylgjunni. „Þá lá eiginlega alveg fyrir að þessi tveggja metra reglan sem gerir mönnum ekki kleift að æfa, að hún yrði ekki afnumin fyrr en hugsanlega um miðjan eða seinni hlutann af maí. Þetta er ályktun sem við drögum af þessum upplýsingum sem við höfum fengið og þá var ljóst að við gátum ekki klárað mótið.“ Hann segir að þetta snúist ekki bara um hvenær menn geta byrjað að spila heldur þurfi menn nokkrar vikur til þess að koma sér í gang og forða leikmönnum frá meiðslum. „Þetta snýst líka um það, sem fólk gerir sér ekki grein fyrir, að áður en við gætum spilað þá hefðu liðin þurft að æfa í tvær til þrjár vikur til þess að komast í form og koma í veg fyrir meiðslahættu. Þegar þetta er skoðað í heild sinni, að við gætum ekki byrjað að æfa fyrr en um miðjan eða seinni part maí, þá erum við komin svo langt fram í júní að þá koma önnur vandamál upp.“ Einhverjir hafa sett spurningarmerki við ákvörðun HSÍ, afhverju hún þurfi að koma núna en einhverjir vildu bíða enn frekar með að taka ákvörðunina. „Það er einfaldlega útaf því að fjórða maí þá byrjar þetta að afnumast í hlutum, vonum við. Þá byrja menn ekki á tveggja metra reglunin - heldur stækka hópinn og gera hann að 50 manna eða 100 manna hópum til að koma atvinnulífinu í gang. Ég hugsa að það verði í algjörum forgangi og tveggja metra reglan er líklega sú síðasta sem menn munu afnuma.“ „Auðvitað gætum við hugsanlega beðið lengur en það er alveg ljóst að miðað við þessar tímasetningar þá hefðum við þurft að spila mótið fram í júní. Þá erum við komin með önnur vandamál eins og félagaskiptaglugginn er 1. júní og menn eru byrjaðir að skipta um lið. Það eru alls konar flækjur inn í það og svo koma enn fleiri þegar landsliðið kemur inn. Þyrftum við þá að gera hlé - svo þetta var niðurstaðan og tókum lýðræðislega umræðu inn í hreyfingunni. Menn voru byrjaðir að kalla eftir því að það kæmi ákvörðun og þess vegna var þetta niðurstaðan.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Formaður HSÍ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Íslenski handboltinn Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti