„Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 19:30 Þeir Kári og Vilhjálmur í Ólafssal í dag. Skjáskot/Sportpakkinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Kára Jónsson, leikmann Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og Vilhjálm Steinarsson, styrktarþjálfara liðsins, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Gaupi heimsótti þá félaga í tóman Ólafssal í íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum í Hafnafirði. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það tekur lang mest á andlegu hliðina og að það sé tekið undan löppunum á manni það sem maður er vanur að gera á hverjum degi tekur á,“ sagði Kári um áhrifin sem æfingabannið hefur á íþróttafólk. Kári hélt svo áfram að ræða þessa skrítnu tíma. „Maður finnur leiðir og aðra hluti að gera. Maður þarf að sjá virkilega mikið um sig sjálfur því það er ekki lengur lið á bakvið þig sem sér um að þú sért að gera hlutina almennilega.“ „Já þetta er það! Ég ætla ekki að ljúga neinu, þetta er frekar leiðinlegt. Var allt í lagi til að byrja með en er orðið helvíti þreytt ef maður getur sagt það,“ sagði Kári að lokum aðspurður hvort þetta væru ekki einfaldlega leiðinlegt. „Það er enginn búinn að undirbúa sig undir þetta“ Vilhjálmur Steinarsson, styrktarþjálfari Hauka, segir alls ekki einfalt að halda úti æfingum fyrir okkar besta íþróttafólk. „Við megum ekkert umgangast leikmenn. Þeir eru að koma hingað inn [í Ólafssal] og fá að æfa einir. Þeir þurfa að panta tíma, spritta bolta, ganga frá eftir sig og sjá til þess að allt sé hreint og fínt áður en næsti leikmaður kemur,“ segir Vilhjálmur um óeðlilegar aðstæður og æfingar þeirra sem æfa körfubolta. „Ég sem styrktarþjálfari þarf að útbúa plön fyrir mína leikmenn, þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru agaðir og geta fylgt þessu eftir á meðan aðrir eru vanir liðs fyrirkomulagi og því utanumhaldi sem því fylgir og fúnkera mögulega ekki í svona fjardæmi. Sem betur fer eru það fáir og við þurfum að aðlagast.“ Í spilaranum hér að neðan er innslag Gaupa sem og mögnuð karfa Kára gegn Keflavík hér um árið. Klippa: Kári æfir einn Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Kára Jónsson, leikmann Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og Vilhjálm Steinarsson, styrktarþjálfara liðsins, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Gaupi heimsótti þá félaga í tóman Ólafssal í íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum í Hafnafirði. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það tekur lang mest á andlegu hliðina og að það sé tekið undan löppunum á manni það sem maður er vanur að gera á hverjum degi tekur á,“ sagði Kári um áhrifin sem æfingabannið hefur á íþróttafólk. Kári hélt svo áfram að ræða þessa skrítnu tíma. „Maður finnur leiðir og aðra hluti að gera. Maður þarf að sjá virkilega mikið um sig sjálfur því það er ekki lengur lið á bakvið þig sem sér um að þú sért að gera hlutina almennilega.“ „Já þetta er það! Ég ætla ekki að ljúga neinu, þetta er frekar leiðinlegt. Var allt í lagi til að byrja með en er orðið helvíti þreytt ef maður getur sagt það,“ sagði Kári að lokum aðspurður hvort þetta væru ekki einfaldlega leiðinlegt. „Það er enginn búinn að undirbúa sig undir þetta“ Vilhjálmur Steinarsson, styrktarþjálfari Hauka, segir alls ekki einfalt að halda úti æfingum fyrir okkar besta íþróttafólk. „Við megum ekkert umgangast leikmenn. Þeir eru að koma hingað inn [í Ólafssal] og fá að æfa einir. Þeir þurfa að panta tíma, spritta bolta, ganga frá eftir sig og sjá til þess að allt sé hreint og fínt áður en næsti leikmaður kemur,“ segir Vilhjálmur um óeðlilegar aðstæður og æfingar þeirra sem æfa körfubolta. „Ég sem styrktarþjálfari þarf að útbúa plön fyrir mína leikmenn, þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru agaðir og geta fylgt þessu eftir á meðan aðrir eru vanir liðs fyrirkomulagi og því utanumhaldi sem því fylgir og fúnkera mögulega ekki í svona fjardæmi. Sem betur fer eru það fáir og við þurfum að aðlagast.“ Í spilaranum hér að neðan er innslag Gaupa sem og mögnuð karfa Kára gegn Keflavík hér um árið. Klippa: Kári æfir einn
Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira