Öndum rólega og þvoum okkur um hendurnar Drífa Snædal skrifar 6. mars 2020 12:00 Í vikunni hef ég fylgst af aðdáun með viðbrögðum okkar færasta fólks við veiruógninni. Staðföst, fumlaus og traust viðbrögð til að minnka skaðann og verja okkur sem hýsum þessa eyju. Vonandi tekst að draga úr hraða smita svo hægt sé að sinna þeim sem veikjast og innviðirnir standist þessa ágjöf. Flestir vinnustaðir, félagasamtök og opinberar stofnanir vinna að vörnum og í gær náðu aðilar vinnumarkaðarins samkomulagi ásamt stjórnvöldum um hvernig megi tryggja afkomu fólks sem þarf að fara í sóttkví. Vinnustaðir er sá vettvangur þar sem flestir hittast og til mikils að vinna að fólk virði sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Ég fagna því samkomulaginu sem lesa má hér. En það munu koma upp margar spurningar og nú þegar verða öll stéttarfélög á landinu vör við áhyggjur tengdar ástandinu. Með fyrrnefndu samkomulagi var greitt úr helstu viðfangsefnunum. Þrátt fyrir fáheyrt ástand í samfélaginu heldur lífið áfram og vikan var um mragt viðburðarík. Á mánudag voru kynnt frumvarpsdrög að nýjum húsaleigulögum sem munu styrkja réttindi leigjenda svo um munar. Nú heyrast raddir að lagasetningin muni hafa slæm áhrif á þá sem síst skyldi. Þar er sleginn kunnuglegur tónn sem heyrist iðulega þegar réttarstaða þeirra sem höllum fæti standa er löguð. Ný húsaleigulög sækja fyrirmynd til annarra landa sem hefur tekist betur en okkur að vernda húsnæðisöryggi fólks. Á vettvangi ASí voru umhverfismál og jöfnuður til umfjöllunar í vikunni auk þess sem alþjóðlegur baráttudagur vinnandi kvenna (sem í raun er á sunnudaginn) var haldinn á fimmtudag með góðri umfjöllun um verkefnin framundan og endurskoðun jafnréttislaga. Úr Karphúsinu berast svo þær fréttir að fólk situr við að finna lausnir og eru það góðar fréttir. Allir sterkir straumar til okkar fólks sem situr nú í samningaviðræðum. Þvoið, sprittið og njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Wuhan-veiran Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í vikunni hef ég fylgst af aðdáun með viðbrögðum okkar færasta fólks við veiruógninni. Staðföst, fumlaus og traust viðbrögð til að minnka skaðann og verja okkur sem hýsum þessa eyju. Vonandi tekst að draga úr hraða smita svo hægt sé að sinna þeim sem veikjast og innviðirnir standist þessa ágjöf. Flestir vinnustaðir, félagasamtök og opinberar stofnanir vinna að vörnum og í gær náðu aðilar vinnumarkaðarins samkomulagi ásamt stjórnvöldum um hvernig megi tryggja afkomu fólks sem þarf að fara í sóttkví. Vinnustaðir er sá vettvangur þar sem flestir hittast og til mikils að vinna að fólk virði sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Ég fagna því samkomulaginu sem lesa má hér. En það munu koma upp margar spurningar og nú þegar verða öll stéttarfélög á landinu vör við áhyggjur tengdar ástandinu. Með fyrrnefndu samkomulagi var greitt úr helstu viðfangsefnunum. Þrátt fyrir fáheyrt ástand í samfélaginu heldur lífið áfram og vikan var um mragt viðburðarík. Á mánudag voru kynnt frumvarpsdrög að nýjum húsaleigulögum sem munu styrkja réttindi leigjenda svo um munar. Nú heyrast raddir að lagasetningin muni hafa slæm áhrif á þá sem síst skyldi. Þar er sleginn kunnuglegur tónn sem heyrist iðulega þegar réttarstaða þeirra sem höllum fæti standa er löguð. Ný húsaleigulög sækja fyrirmynd til annarra landa sem hefur tekist betur en okkur að vernda húsnæðisöryggi fólks. Á vettvangi ASí voru umhverfismál og jöfnuður til umfjöllunar í vikunni auk þess sem alþjóðlegur baráttudagur vinnandi kvenna (sem í raun er á sunnudaginn) var haldinn á fimmtudag með góðri umfjöllun um verkefnin framundan og endurskoðun jafnréttislaga. Úr Karphúsinu berast svo þær fréttir að fólk situr við að finna lausnir og eru það góðar fréttir. Allir sterkir straumar til okkar fólks sem situr nú í samningaviðræðum. Þvoið, sprittið og njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar