William Gallas mun ekki koma meira við sögu í leikjum Arsenal á þessu tímabili en hann meiddist á hné í leik liðsins gegn Villarreal í Meistaradeildinni á þrijðudagskvöldið.
Gallas lenti í samstuði við Giuseppe Rossi og skaddaði liðbönd í hné. Markvörðurinn Manuel Almunia lenti einnig í samstuði við Rossi og verður frá í þrjár vikur vegna ökklameiðsla.
Gael Clichy meiddist einnig og verður hann frá í tvær vikur vegna bakmeiðsla.
Robin van Persie og Eduardo eru svo tæpir fyrir leik Arsenal gegn Wigan um helgina og fara í nánari læknisskoðun á morgun.