Með mann til að sjá um vaxandi viðskiptaumsvif 20. september 2011 12:30 „Núna getum við gert nákvæmlega það sem við viljum og það gengur mun betur en við bjuggumst við í upphafi." segir Halldór Helgason snjóbrettakappi, sem var staddur í Sviss þegar Fréttablaðið náði í hann. Halldór og Eiki bróðir hans eru á meðal þekktustu snjóbrettakappa heims um þessar mundir. Undanfarin misseri hafa þeir prófað sig áfram í viðskiptahlið íþróttarinnar og stofnað fyrirtækin Lobster, um hönnun og framleiðslu á snjóbrettum, 7 9 13, um hönnun á beltum ásamt því að koma að fyrirtækinu Hoppípolla, sem framleiðir húfur. Þá er Halldór með samning við Nike-íþróttavörurisann og kemur fram í nýju kynningarmyndbandi á vegum fyrirtækisins, sem var tekið upp í Noregi. Halldór er ánægður með samstarfið við Nike og segir að þar á bæ taki menn hlutina ekki of alvarlega, þrátt fyrir stærð fyrirtækisins. „Þeir leyfa mér að gera það sem ég vil, þannig að það er algjör snilld," segir hann. „Ég fæ dót frá þeim, geng í því og fæ að vera eins mikið á snjóbretti og ég get." Halldór og Eiki ferðast um heiminn á veturna og taka upp snjóbrettamyndbönd, ásamt því að taka þátt í keppnum. Þeir eru atvinnumenn í íþróttinni en stofnuðu Lobster fyrr á þessu ári og hafa nú ráðið Svíann Kristoffer Hansson til að sjá um viðskiptahlið íþróttarinnar fyrir sig. „Við viljum báðir hugsa um að vera á snjóbrettum eins mikið og við getum. Svo lærum við á viðskiptin hægt og rólega með," segir hann. „Kristoffer sér um að útvega betri samninga og svona. Það er mjög fínt því ég nenni ekki að hugsa um bisnessinn núna." Lobster-bretti Halldórs og Eika eru seld í verslunum í nítján löndum víða um heim og í gegnum netverslun fyrirtækisins. Halldór og Eiki hanna brettin sjálfir og hann segir viðskiptin ganga vel. „Snjóbrettabransinn er erfiður. Það er svo mikið í gangi. En Lobster gengur mjög vel, það er algjör snilld," segir Halldór. Fram undan hjá honum er keppni í Svíþjóð og þaðan heldur hann til Austurríkis að renna sér. Hægt er að fylgjast með ævintýrum og viðskiptum bræðranna á bloggi þeirra: Helgasons.com. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Núna getum við gert nákvæmlega það sem við viljum og það gengur mun betur en við bjuggumst við í upphafi." segir Halldór Helgason snjóbrettakappi, sem var staddur í Sviss þegar Fréttablaðið náði í hann. Halldór og Eiki bróðir hans eru á meðal þekktustu snjóbrettakappa heims um þessar mundir. Undanfarin misseri hafa þeir prófað sig áfram í viðskiptahlið íþróttarinnar og stofnað fyrirtækin Lobster, um hönnun og framleiðslu á snjóbrettum, 7 9 13, um hönnun á beltum ásamt því að koma að fyrirtækinu Hoppípolla, sem framleiðir húfur. Þá er Halldór með samning við Nike-íþróttavörurisann og kemur fram í nýju kynningarmyndbandi á vegum fyrirtækisins, sem var tekið upp í Noregi. Halldór er ánægður með samstarfið við Nike og segir að þar á bæ taki menn hlutina ekki of alvarlega, þrátt fyrir stærð fyrirtækisins. „Þeir leyfa mér að gera það sem ég vil, þannig að það er algjör snilld," segir hann. „Ég fæ dót frá þeim, geng í því og fæ að vera eins mikið á snjóbretti og ég get." Halldór og Eiki ferðast um heiminn á veturna og taka upp snjóbrettamyndbönd, ásamt því að taka þátt í keppnum. Þeir eru atvinnumenn í íþróttinni en stofnuðu Lobster fyrr á þessu ári og hafa nú ráðið Svíann Kristoffer Hansson til að sjá um viðskiptahlið íþróttarinnar fyrir sig. „Við viljum báðir hugsa um að vera á snjóbrettum eins mikið og við getum. Svo lærum við á viðskiptin hægt og rólega með," segir hann. „Kristoffer sér um að útvega betri samninga og svona. Það er mjög fínt því ég nenni ekki að hugsa um bisnessinn núna." Lobster-bretti Halldórs og Eika eru seld í verslunum í nítján löndum víða um heim og í gegnum netverslun fyrirtækisins. Halldór og Eiki hanna brettin sjálfir og hann segir viðskiptin ganga vel. „Snjóbrettabransinn er erfiður. Það er svo mikið í gangi. En Lobster gengur mjög vel, það er algjör snilld," segir Halldór. Fram undan hjá honum er keppni í Svíþjóð og þaðan heldur hann til Austurríkis að renna sér. Hægt er að fylgjast með ævintýrum og viðskiptum bræðranna á bloggi þeirra: Helgasons.com. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira