Með mann til að sjá um vaxandi viðskiptaumsvif 20. september 2011 12:30 „Núna getum við gert nákvæmlega það sem við viljum og það gengur mun betur en við bjuggumst við í upphafi." segir Halldór Helgason snjóbrettakappi, sem var staddur í Sviss þegar Fréttablaðið náði í hann. Halldór og Eiki bróðir hans eru á meðal þekktustu snjóbrettakappa heims um þessar mundir. Undanfarin misseri hafa þeir prófað sig áfram í viðskiptahlið íþróttarinnar og stofnað fyrirtækin Lobster, um hönnun og framleiðslu á snjóbrettum, 7 9 13, um hönnun á beltum ásamt því að koma að fyrirtækinu Hoppípolla, sem framleiðir húfur. Þá er Halldór með samning við Nike-íþróttavörurisann og kemur fram í nýju kynningarmyndbandi á vegum fyrirtækisins, sem var tekið upp í Noregi. Halldór er ánægður með samstarfið við Nike og segir að þar á bæ taki menn hlutina ekki of alvarlega, þrátt fyrir stærð fyrirtækisins. „Þeir leyfa mér að gera það sem ég vil, þannig að það er algjör snilld," segir hann. „Ég fæ dót frá þeim, geng í því og fæ að vera eins mikið á snjóbretti og ég get." Halldór og Eiki ferðast um heiminn á veturna og taka upp snjóbrettamyndbönd, ásamt því að taka þátt í keppnum. Þeir eru atvinnumenn í íþróttinni en stofnuðu Lobster fyrr á þessu ári og hafa nú ráðið Svíann Kristoffer Hansson til að sjá um viðskiptahlið íþróttarinnar fyrir sig. „Við viljum báðir hugsa um að vera á snjóbrettum eins mikið og við getum. Svo lærum við á viðskiptin hægt og rólega með," segir hann. „Kristoffer sér um að útvega betri samninga og svona. Það er mjög fínt því ég nenni ekki að hugsa um bisnessinn núna." Lobster-bretti Halldórs og Eika eru seld í verslunum í nítján löndum víða um heim og í gegnum netverslun fyrirtækisins. Halldór og Eiki hanna brettin sjálfir og hann segir viðskiptin ganga vel. „Snjóbrettabransinn er erfiður. Það er svo mikið í gangi. En Lobster gengur mjög vel, það er algjör snilld," segir Halldór. Fram undan hjá honum er keppni í Svíþjóð og þaðan heldur hann til Austurríkis að renna sér. Hægt er að fylgjast með ævintýrum og viðskiptum bræðranna á bloggi þeirra: Helgasons.com. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
„Núna getum við gert nákvæmlega það sem við viljum og það gengur mun betur en við bjuggumst við í upphafi." segir Halldór Helgason snjóbrettakappi, sem var staddur í Sviss þegar Fréttablaðið náði í hann. Halldór og Eiki bróðir hans eru á meðal þekktustu snjóbrettakappa heims um þessar mundir. Undanfarin misseri hafa þeir prófað sig áfram í viðskiptahlið íþróttarinnar og stofnað fyrirtækin Lobster, um hönnun og framleiðslu á snjóbrettum, 7 9 13, um hönnun á beltum ásamt því að koma að fyrirtækinu Hoppípolla, sem framleiðir húfur. Þá er Halldór með samning við Nike-íþróttavörurisann og kemur fram í nýju kynningarmyndbandi á vegum fyrirtækisins, sem var tekið upp í Noregi. Halldór er ánægður með samstarfið við Nike og segir að þar á bæ taki menn hlutina ekki of alvarlega, þrátt fyrir stærð fyrirtækisins. „Þeir leyfa mér að gera það sem ég vil, þannig að það er algjör snilld," segir hann. „Ég fæ dót frá þeim, geng í því og fæ að vera eins mikið á snjóbretti og ég get." Halldór og Eiki ferðast um heiminn á veturna og taka upp snjóbrettamyndbönd, ásamt því að taka þátt í keppnum. Þeir eru atvinnumenn í íþróttinni en stofnuðu Lobster fyrr á þessu ári og hafa nú ráðið Svíann Kristoffer Hansson til að sjá um viðskiptahlið íþróttarinnar fyrir sig. „Við viljum báðir hugsa um að vera á snjóbrettum eins mikið og við getum. Svo lærum við á viðskiptin hægt og rólega með," segir hann. „Kristoffer sér um að útvega betri samninga og svona. Það er mjög fínt því ég nenni ekki að hugsa um bisnessinn núna." Lobster-bretti Halldórs og Eika eru seld í verslunum í nítján löndum víða um heim og í gegnum netverslun fyrirtækisins. Halldór og Eiki hanna brettin sjálfir og hann segir viðskiptin ganga vel. „Snjóbrettabransinn er erfiður. Það er svo mikið í gangi. En Lobster gengur mjög vel, það er algjör snilld," segir Halldór. Fram undan hjá honum er keppni í Svíþjóð og þaðan heldur hann til Austurríkis að renna sér. Hægt er að fylgjast með ævintýrum og viðskiptum bræðranna á bloggi þeirra: Helgasons.com. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira