Innlent

Sinueldar blossa upp á Akureyri

Slökkvilið Akureyrar var kallað út um sjöleitið í gær vegna sinuelda sem höfðu kviknað út frá brennu inn í Melgerði, hjá Torfum. Slökkvilið var síðan kallað út aftur í nótt en þá hafði eldur blossað upp að nýju. Engin hætta stafaði af eldinum en girðingar urðu hvað verst úti í sinueldinum.

Þrír voru ökumenn voru stoppaðir, grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavik í nótt. Að því frátöldu var nóttin róleg hjá lögreglunni í Reykjavík og sömuleiðis víða um land.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×