Erlent

Stjórnvöld virðast ráðþrota

Íbúar í Badin, skammt frá Hyderabad, þurfa að vaða vatnið til að komast leiðar sinnar. nordicphotos/AFP
Íbúar í Badin, skammt frá Hyderabad, þurfa að vaða vatnið til að komast leiðar sinnar. nordicphotos/AFP
Flóðin í Pakistan hafa kostað meira en 200 manns lífið síðustu vikurnar. Nærri 700 þúsund heimili eru ónýt og hátt í tvær milljónir manna hafa hrakist að heiman. Þetta er annað árið í röð sem stórflóð herja á íbúa landsins. Stjórnvöld virðast varla ráða við að takast á við þennan vanda.

Monsúnrigningarnar hófust í byrjun ágúst og nú er svo komið að neyðarástand ríkir víða í landinu.

„Fyrst byrjaði regnið, svo tók vatn að safnast saman hér og hvar og seinna kom flóðið,“ segir Mohammad Hashim, sem sat við vegarkant í Badin-héraði, þar sem ástandið er mjög slæmt.

„Við fengum enga aðstoð. Við erum hjálparvana og höfum ekkert að borða lengur. Hvert getum við farið?“

Sumir staðir sem urðu illa úti í flóðunum í fyrra eru komnir á kaf annað árið í röð. Aðrir staðir sem hafa orðið einna verst úti í ár sluppu í fyrra. Sameinuðu þjóðirnar lýstu á sunnudag yfir neyðarástandi og biðja um fjárframlög.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×