Er ekki allt gott að frétta af íslenskum sjávarútvegi? Arnar Atlason skrifar 4. febrúar 2020 09:00 Útgerðin á leið í skaðabótamál við þjóðina? Stutt í að kvótinn færist á færri en 10 hendur. Rykið um það bil að falla á Samherjamálið. Á meðan atvinnuleysi eykst er útgerðin að flytja úr landi 5.000 störf. Útgerðin borgar íslenskum sjómönnum minna en erlendum fyrir afla. SFS talar fyrir því að ekki megi ráðast á besta kerfi í heimi. Á meðan er fyrrverandi ráðherra nóg boðið og er lagður af stað í herferð gegn kerfinu áður en það er of seint. Jú sennilega reddast þetta. Þann 6. desember síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á fjártjóni sem útgerðarfélögin Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja hf. urðu fyrir vegna ólögmætrar úthlutunar aflaheimilda á makríl. Þó svo dómurinn hafi einungis snúist um viðurkenningu á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins, má leiða líkur að því að skaðabótakröfur útgerða á hendur íslenska ríkinu geti numið 6-7 milljörðum. Fákeppni er í flestum hagkerfum heimsins skilgreind sem markaðsbrestur sem neikvæð áhrif hefur á almenning í hverju kerfi fyrir sig. Á Íslandi eru í gildi reglur í sjávarútvegi í þá veru að ekki megi meira en 12% af hverri fisktegund vera í eigu eins aðila. Lög þessi kveða þó ekki á um krosseignatengsl eða skyldleika aðila. Vissulega eru stjórnvöld að vinna í því að styrkja umrædd lög. Nefnd hefur verið starfandi frá því í fyrra, sem hefur það verkefni að hreinsa til í þessum efnum sem og á öðrum svartari sviðum sjávarútvegsins. Umhugsunarefnið er þó það að 12% hámarkið segir í raun að 9 fyrirtæki eða einstaklingar gætu ráðið yfir öllum veiðiheimildum landsins. Það hefur jafnframt verið sýnt ágætlega fram á að nú þegar séu fjórar blokkir sem stjórni allt að helmingi allra veiðiheimildanna. Hvað hefur gerst í Samherjamálinu? Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra Kristján Þór Júlíusson er enn þeirrar skoðunar að tengsl hans við félagið séu ekki það mikil að það hafi nokkur áhrif á hans störf. Innanhúsrannsókn félagsins miðar víst alveg prýðilega áfram. Björgólfur Jóhannsson hefur ekki neitað því að Þorsteinn Már gæti snúið aftur í forstjórastól um mitt ár eftir að skýrslan hafi verið birt. Ásakanir um mútur, skattaundanskot og peningaþvætti hafa hvorki verið hraktar né sannaðar svo ég viti til. Nú nýverið hefur gamall draugur látið á sér kræla sem kallast atvinnuleysi. Þennan draug þekkjum við Íslendingar þó svo hér á landi sé atvinnuþátttaka mikil. Enda setjum við viðmið okkar lægra en aðrar þjóðir þegar kemur að tölum um atvinnuleysi. Við höfum hingað til ekki viljað sjá það. Jafnframt er það þekkt hjá Íslendinum sem og hjá öðrum þjóðum að atvinnuleysi togast í hagstjórninni á við gengisskráningu gjaldmiðils og verðbólgu. Það er því öllum ljóst að aukið atvinnuleysi er ætíð áhyggjuefni. Þó er það svo að á Íslandi flytjum við í auknum mæli út störf í sjávarútvegi. Á nýliðnu ári nam útflutningur á fiski til vinnslu í öðrum löndum á bilinu 50-60 þúsund tonnum. Til að setja þetta í samhengi þá hafa verið leiddar að því líkur að á bak við hver 1.000 tonn af fiski séu um það bil 10 störf, að frátöldum afleiddum störfum. Þannig má sannarlega áætla að umræddur útflutningur sé í raun ígildi þess að leggja niður 5.000 störf í landinu. Umhugsunarvert ætti að vera hvort ekki megi með einhverjum hætti auka eða hvetja til vinnslu á þessum fiski hér heima. Sérstaklega þar sem ítrekað hefur verið bent á að hagvöxtur í íslenskum sjávarútvegi þarf að byggja á framleiðniaukningu sem byggir á tækniframförum. Það eru engar tækniframfarir í því að flytja úr landinu óunninn fisk eða þá störf. Á undanförnum vikum hefur ítrekað komið upp á yfirborðið umræða um vafasama verðlagningu á íslensku sjávarfangi. Kári Stefánsson benti á þetta í mjög gagnlegri makrílumræðu. Sú umræða byggði á rannsókn Verðlagsstofu sem gat bent til þess að pottur væri brotinn. Félag vélstjóra og málmtæknimanna birti svo auglýsinguna „Er þetta eðlilegt?“ sem byggði á niðurstöðu þeirra í þá veru að ekki væri greitt sama verð á Íslandi fyrir íslenskan og erlendan kolmunna. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa svo ítrekað bent á að á Íslandi viðgangist tvöföld verðmyndun á fiski. Á fagmáli má kalla þetta að horfa í gegnum fingur sér með milliverðlagningu. Milliverðlagning (transfer pricing) er ólögmæt samkvæmt skattalögum hér eins og í flestum öðrum löndum. Með ólíkindum má telja að stjórnvöld hafi ekki tekið fastar á þessum málum þrátt fyrir álit Samkeppniseftirlitsins í þá veru. Íslenska þjóðarsálin er einstök, við erum fljót upp og enn fljótari að gleyma. Þetta má best sjá hvern janúarmánuð er handboltalandsliðið okkar er við keppni á erlendri grundu. Við reiðumst og gleðjumst á víxl, notum lýsingarorð á hæsta stigi og opnum á tilfinningar okkar svo um munar. Síðan kemur febrúar og allt er gleymt. Þó svo þetta sé skemmtilegt um að hugsa þá er þetta eðli okkar alls ekki gott þegar kemur að stærstu umfjöllunarefnum okkar. Við megum til dæmis ekki láta frasa eins og „Besta kerfi í heimi“, „Skattpíndasti iðnaður í heimi“ og „Virðiskeðjan er okkur Íslendingum mikilvæg“ drepa niður umræðu um sjávarútvegsmál. Því þó gríðarlega margt sé gott í íslenskum sjávarútvegi má alltaf bæta hlutina og best að gera það í ljósi sögunnar og þeirra hagfræðitækja sem við höfum. Innanhúsrannsókn sjávarútvegsins á sjálfum sér held ég ekki að geti verið leiðin til framtíðar.Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Útgerðin á leið í skaðabótamál við þjóðina? Stutt í að kvótinn færist á færri en 10 hendur. Rykið um það bil að falla á Samherjamálið. Á meðan atvinnuleysi eykst er útgerðin að flytja úr landi 5.000 störf. Útgerðin borgar íslenskum sjómönnum minna en erlendum fyrir afla. SFS talar fyrir því að ekki megi ráðast á besta kerfi í heimi. Á meðan er fyrrverandi ráðherra nóg boðið og er lagður af stað í herferð gegn kerfinu áður en það er of seint. Jú sennilega reddast þetta. Þann 6. desember síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á fjártjóni sem útgerðarfélögin Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja hf. urðu fyrir vegna ólögmætrar úthlutunar aflaheimilda á makríl. Þó svo dómurinn hafi einungis snúist um viðurkenningu á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins, má leiða líkur að því að skaðabótakröfur útgerða á hendur íslenska ríkinu geti numið 6-7 milljörðum. Fákeppni er í flestum hagkerfum heimsins skilgreind sem markaðsbrestur sem neikvæð áhrif hefur á almenning í hverju kerfi fyrir sig. Á Íslandi eru í gildi reglur í sjávarútvegi í þá veru að ekki megi meira en 12% af hverri fisktegund vera í eigu eins aðila. Lög þessi kveða þó ekki á um krosseignatengsl eða skyldleika aðila. Vissulega eru stjórnvöld að vinna í því að styrkja umrædd lög. Nefnd hefur verið starfandi frá því í fyrra, sem hefur það verkefni að hreinsa til í þessum efnum sem og á öðrum svartari sviðum sjávarútvegsins. Umhugsunarefnið er þó það að 12% hámarkið segir í raun að 9 fyrirtæki eða einstaklingar gætu ráðið yfir öllum veiðiheimildum landsins. Það hefur jafnframt verið sýnt ágætlega fram á að nú þegar séu fjórar blokkir sem stjórni allt að helmingi allra veiðiheimildanna. Hvað hefur gerst í Samherjamálinu? Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra Kristján Þór Júlíusson er enn þeirrar skoðunar að tengsl hans við félagið séu ekki það mikil að það hafi nokkur áhrif á hans störf. Innanhúsrannsókn félagsins miðar víst alveg prýðilega áfram. Björgólfur Jóhannsson hefur ekki neitað því að Þorsteinn Már gæti snúið aftur í forstjórastól um mitt ár eftir að skýrslan hafi verið birt. Ásakanir um mútur, skattaundanskot og peningaþvætti hafa hvorki verið hraktar né sannaðar svo ég viti til. Nú nýverið hefur gamall draugur látið á sér kræla sem kallast atvinnuleysi. Þennan draug þekkjum við Íslendingar þó svo hér á landi sé atvinnuþátttaka mikil. Enda setjum við viðmið okkar lægra en aðrar þjóðir þegar kemur að tölum um atvinnuleysi. Við höfum hingað til ekki viljað sjá það. Jafnframt er það þekkt hjá Íslendinum sem og hjá öðrum þjóðum að atvinnuleysi togast í hagstjórninni á við gengisskráningu gjaldmiðils og verðbólgu. Það er því öllum ljóst að aukið atvinnuleysi er ætíð áhyggjuefni. Þó er það svo að á Íslandi flytjum við í auknum mæli út störf í sjávarútvegi. Á nýliðnu ári nam útflutningur á fiski til vinnslu í öðrum löndum á bilinu 50-60 þúsund tonnum. Til að setja þetta í samhengi þá hafa verið leiddar að því líkur að á bak við hver 1.000 tonn af fiski séu um það bil 10 störf, að frátöldum afleiddum störfum. Þannig má sannarlega áætla að umræddur útflutningur sé í raun ígildi þess að leggja niður 5.000 störf í landinu. Umhugsunarvert ætti að vera hvort ekki megi með einhverjum hætti auka eða hvetja til vinnslu á þessum fiski hér heima. Sérstaklega þar sem ítrekað hefur verið bent á að hagvöxtur í íslenskum sjávarútvegi þarf að byggja á framleiðniaukningu sem byggir á tækniframförum. Það eru engar tækniframfarir í því að flytja úr landinu óunninn fisk eða þá störf. Á undanförnum vikum hefur ítrekað komið upp á yfirborðið umræða um vafasama verðlagningu á íslensku sjávarfangi. Kári Stefánsson benti á þetta í mjög gagnlegri makrílumræðu. Sú umræða byggði á rannsókn Verðlagsstofu sem gat bent til þess að pottur væri brotinn. Félag vélstjóra og málmtæknimanna birti svo auglýsinguna „Er þetta eðlilegt?“ sem byggði á niðurstöðu þeirra í þá veru að ekki væri greitt sama verð á Íslandi fyrir íslenskan og erlendan kolmunna. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa svo ítrekað bent á að á Íslandi viðgangist tvöföld verðmyndun á fiski. Á fagmáli má kalla þetta að horfa í gegnum fingur sér með milliverðlagningu. Milliverðlagning (transfer pricing) er ólögmæt samkvæmt skattalögum hér eins og í flestum öðrum löndum. Með ólíkindum má telja að stjórnvöld hafi ekki tekið fastar á þessum málum þrátt fyrir álit Samkeppniseftirlitsins í þá veru. Íslenska þjóðarsálin er einstök, við erum fljót upp og enn fljótari að gleyma. Þetta má best sjá hvern janúarmánuð er handboltalandsliðið okkar er við keppni á erlendri grundu. Við reiðumst og gleðjumst á víxl, notum lýsingarorð á hæsta stigi og opnum á tilfinningar okkar svo um munar. Síðan kemur febrúar og allt er gleymt. Þó svo þetta sé skemmtilegt um að hugsa þá er þetta eðli okkar alls ekki gott þegar kemur að stærstu umfjöllunarefnum okkar. Við megum til dæmis ekki láta frasa eins og „Besta kerfi í heimi“, „Skattpíndasti iðnaður í heimi“ og „Virðiskeðjan er okkur Íslendingum mikilvæg“ drepa niður umræðu um sjávarútvegsmál. Því þó gríðarlega margt sé gott í íslenskum sjávarútvegi má alltaf bæta hlutina og best að gera það í ljósi sögunnar og þeirra hagfræðitækja sem við höfum. Innanhúsrannsókn sjávarútvegsins á sjálfum sér held ég ekki að geti verið leiðin til framtíðar.Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ).
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun