Innlent

Samfylkingin í Kópavogi fundar um leikskólamálin

Rjúpnahæð

Samfylkingin í Kópavogi boðar til opins fundar um leikskólamálin í Kópavogi annað kvöld. Á fundinum verður rætt um starfsmannamál, stöðu barna og foreldra og hvernig leysa megi vandann sem skapast hefur í leikskólamálum í sveitafélaginu. Að loknum framsögum verða almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn en Samfylkingin hvetur foreldra, starfsfólk leikskóla og aðra áhugasama til að mæta. Fundurinn verður haldinn í Hamraborg 11, 3. hæð og hefst hann klukkan 20.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×