Innlent

Opinber gjöld Alcan hærri en fram kemur í álagningarskrá

Alcan á og rekur álverið í Straumsvík.
Alcan á og rekur álverið í Straumsvík. MYND/Haraldur Jónasson

Opinber gjöld Alcan í Straumsvík námu á síðasta ári rúmum 14,2 milljónum Bandaríkjadala og eru því mun hærri en fram kemur í gögnum skattayfirvalda. Þar er Alcan í 8. sæti en samkvæmt sérstökum samningi milli fyrirtækisins og íslenska ríkisisins greiðir Alcan meginþorra sinna skatta beint til fjármálaráðuneytisins og í erlendum gjaldmiðli.

Aðeins lítill hluti þeirrar upphæðar kemur þess vegna fram í gögnum skattayfirvalda sem gefa þ.a.l. ekki rétta mynd af opinberum gjöldum fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×