Forman er hápunktur RIFF 11. september 2009 03:30 stefán pétur sólveigarson Hönnuðurinn Stefán Pétur heldur á æðstu verðlaunum hátíðarinnar, Gyllta lundanum. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst 17. september og stendur yfir í ellefu daga. Heiðursgesturinn Milos Forman verður viðstaddur viðhafnarsýningu á Gaukshreiðrinu. Þrjár myndir Formans verða sýndar á hátíðinni. Auk Gaukshreiðursins verða sýndar Amadeus og Horí, ma panenko. Þá síðastnefndu gerði Forman á meðan hann bjó enn í Tékkóslóvakíu og er frá 1967. Hann er einn fjögurra núlifandi leikstjóra sem hafa hlotið Óskarsverðlaunin tvisvar fyrir leikstjórn, fyrst fyrir Gaukshreiðrið og síðan fyrir Amadeus. Hinir leikstjórarnir eru Clint Eastwood, Oliver Stone og Steven Spielberg. Hrönn Marinósdóttir, skipuleggjandi RIFF, segir það stórviðburð að fá þennan merka leikstjóra til landsins. „Það má segja að þetta sé hápunktur hátíðarinnar frá því að hún var stofnuð árið 2004. Hann er einn fremsti kvikmyndaleikstjóri samtímans og það er mikill heiður að fá hann hingað.“ Viðhafnarsýningin á Gaukshreiðrinu verður í aðalsal Háskólabíós 23. september kl. 20 að viðstöddum Forman og mun hann svara spurningum áhorfenda í sal að lokinni sýningu. Hann mun einnig ræða um kvikmyndalist sína í hátíðarsal Háskóla Íslands 22. september kl. 14 og mun Baltasar Kormákur stýra þeim umræðum. Auk Formans koma á sjötta tug erlendra leikstjóra á hátíðina og munu þeir allir taka þátt í dagskránni með einum eða öðrum hætti. Alls verða rúmlega hundrað myndir sýndar á hátíðinni og keppa þær í níu mismunandi flokkum. Á hátíðinni verða kynntar til sögunnar fjölskylduvænar nýjungar, svo sem foreldrabíó þar sem gert er ráð fyrir barnavögnum í salnum. Börnum verður einnig boðið í bíó 21. til 25. september kl. 14 til 16 í Norræna húsinu. Fjórtán myndir keppa um Gyllta lundann, æðstu verðlaun hátíðarinnar. Sigurvegarinn hlýtur útnefninguna uppgötvun ársins. Stefán Pétur Sólveigarson hefur hannað nýjan verðlaunagrip af þessu tilefni og var hann afhjúpaður í gær. „Þetta var ótrúlega gaman en líka svolítið krefjandi því fólk hefur sterkar skoðanir á svona verðlaunagripum,“ segir hann um hönnun sína. Sala á miðum, afsláttarkortum og pössum á hátíðina hefst í Eymundsson í Austurstræti í dag. freyr@frettabladid.is Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Fleiri fréttir Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst 17. september og stendur yfir í ellefu daga. Heiðursgesturinn Milos Forman verður viðstaddur viðhafnarsýningu á Gaukshreiðrinu. Þrjár myndir Formans verða sýndar á hátíðinni. Auk Gaukshreiðursins verða sýndar Amadeus og Horí, ma panenko. Þá síðastnefndu gerði Forman á meðan hann bjó enn í Tékkóslóvakíu og er frá 1967. Hann er einn fjögurra núlifandi leikstjóra sem hafa hlotið Óskarsverðlaunin tvisvar fyrir leikstjórn, fyrst fyrir Gaukshreiðrið og síðan fyrir Amadeus. Hinir leikstjórarnir eru Clint Eastwood, Oliver Stone og Steven Spielberg. Hrönn Marinósdóttir, skipuleggjandi RIFF, segir það stórviðburð að fá þennan merka leikstjóra til landsins. „Það má segja að þetta sé hápunktur hátíðarinnar frá því að hún var stofnuð árið 2004. Hann er einn fremsti kvikmyndaleikstjóri samtímans og það er mikill heiður að fá hann hingað.“ Viðhafnarsýningin á Gaukshreiðrinu verður í aðalsal Háskólabíós 23. september kl. 20 að viðstöddum Forman og mun hann svara spurningum áhorfenda í sal að lokinni sýningu. Hann mun einnig ræða um kvikmyndalist sína í hátíðarsal Háskóla Íslands 22. september kl. 14 og mun Baltasar Kormákur stýra þeim umræðum. Auk Formans koma á sjötta tug erlendra leikstjóra á hátíðina og munu þeir allir taka þátt í dagskránni með einum eða öðrum hætti. Alls verða rúmlega hundrað myndir sýndar á hátíðinni og keppa þær í níu mismunandi flokkum. Á hátíðinni verða kynntar til sögunnar fjölskylduvænar nýjungar, svo sem foreldrabíó þar sem gert er ráð fyrir barnavögnum í salnum. Börnum verður einnig boðið í bíó 21. til 25. september kl. 14 til 16 í Norræna húsinu. Fjórtán myndir keppa um Gyllta lundann, æðstu verðlaun hátíðarinnar. Sigurvegarinn hlýtur útnefninguna uppgötvun ársins. Stefán Pétur Sólveigarson hefur hannað nýjan verðlaunagrip af þessu tilefni og var hann afhjúpaður í gær. „Þetta var ótrúlega gaman en líka svolítið krefjandi því fólk hefur sterkar skoðanir á svona verðlaunagripum,“ segir hann um hönnun sína. Sala á miðum, afsláttarkortum og pössum á hátíðina hefst í Eymundsson í Austurstræti í dag. freyr@frettabladid.is
Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Fleiri fréttir Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Sjá meira