Erlent

Athafnir austan hafs og vestan

Frá minningarathöfn í Dryfesdale-kirkjugarði í Lockerbie í gær.
Frá minningarathöfn í Dryfesdale-kirkjugarði í Lockerbie í gær. fréttablaðið/apf

Þess var víða minnst í gær að rétt 20 ár voru liðin frá því risaþota Pan Am-flugfélagsins hrapaði á skoska smábæinn Lockerbie eftir að sprengja sprakk í þotunni. Alls fórust 270 manns, þar af ellefu á jörðu niðri.

Þotan var á leið frá Heathrow-flugvelli til New York þegar sprengjan sprakk, rétt eftir kl. 19 að staðartíma 21. desember 1988. Guðsþjónustur voru haldnar í kirkjum í Lockerbie, sem og á Heathrow og vestanhafs.

Árið 2001 var lýbískur leyniþjónustumaður, Abdel Basset Ali al-Megrahi, dæmdur í Haag fyrir aðild að tilræðinu. .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×