Lífið

Kjötborg í valdar verslanir

DVD-diskurinn um Kjötborg verður til sölu í völdum verslunum. Hér eru kvikmyndagerðarkonurnar Hulda Rós og Helga Rakel með Gunnari og Kristjáni Jónssonum í Kjötborg.fréttablaðið/Anton
DVD-diskurinn um Kjötborg verður til sölu í völdum verslunum. Hér eru kvikmyndagerðarkonurnar Hulda Rós og Helga Rakel með Gunnari og Kristjáni Jónssonum í Kjötborg.fréttablaðið/Anton

Verðlaunamyndin Kjötborg er komin út á DVD. Hún verður þó ekki til sölu í hefðbundnum verslunum heldur í völdum búðum. Þeirra á meðal eru herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Skaftfell á Seyðisfirði, Brynja og Ranimosk á Laugaveginum og svona mætti lengi telja; allt verslanir sem ekki eru hluti af stórum verslanakeðjum. Enda segir Hulda að þeir bræður séu síðasta vígi smákaupsverslunar á Íslandi. „Og þeir berjast fyrir að halda henni á lífi með kímnigáfuna og kærleikann að vopni,“ bætir Hulda við.

Kjötborg er um þá bræður Gunnar og Kristján sem reka verslunina Kjötborg við Ásvallagötu í Reykjavík. Þær Hulda Rós Guðnadóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir ákváðu að festa daglegt líf þeirra á filmu og afraksturinn varð heimildarmyndin Kjötborg. Myndin hefur sópað að sér verðlaunum á Íslandi, hlaut meðal annars aðalverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni sem er haldin á Patreksfirði. Þá var hún valin besta heimildarmyndin á hinum árlegu Eddu-verðlaunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.