Erlent

Dómstóll heimilar ekki skilnað átta ára barns

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sádi-arabískar konur.
Sádi-arabískar konur. MYND/AP

Sádi-arabískur dómstóll hefur hafnað kröfu um að heimila skilnað átta ára stúlku og tæplega sextugs manns en það var móðir stúlkunnar sem gerði kröfu um skilnaðinn.

Faðir stúlkunnar gifti hana manninum gegn ríflegum heimanmundi en hann átti í fjárhagsvanda að sögn móðurinnar. Stúlkan er í fjórða bekk í barnaskóla og veit ekki einu sinni að hún hefur verið gift segir lögfræðingur móðurinnar.

Faðirinn ber því hins vegar við að hjónabandið taki ekki formlega gildi fyrr en á átján ára afmælisdegi stúlkunnar eftir tíu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×