Reisir Eiffelturn Suðurnesja 22. desember 2008 05:00 Líkan af Norðurljósaturnum Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar, sem rísa mun á Suðurnesjum. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson varð þekktur á níunda áratugnum fyrir lög á borð við Súrmjólk í hádeginu. Nú er hann með nýtt verkefni á teikniborðinu sem á eftir að vekja mikla athygli. Listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson hefur fengið styrk upp á hálfa milljón frá Menningarráði Suðurnesja til að reisa verk sitt, Norðurljósaturnana, á Reykjanesi. „Þetta verður Eiffelturn Suðurnesja!“ segir Guðmundur. „Verkið verður átta metra hátt. Staðsetningin hefur ekki verið ákveðin enn þá, en ég er með nokkra heppilega staði í huga.“ Hugmynd Guðmundar er margslungin. Í gegnum fjögur málmrör verður hægt að horfa til himins óháð ljósi í kring. Rörin nýtast einnig sem hljóðlistaverk því öll umhverfishljóð magnast inni í þeim og þegar sungið er inni í þeim fást út mögnuð hljóð. Guðmundur vonast til að tenórarnir fjórir syngi inni í rörunum við vígslu verksins. „Ég vona að það verði nú bara sem fyrst,“ segir listamaðurinn. „Ég er búinn að finna út hvers lags málm ég nota, en það á eftir að útfæra ákveðna verkfræði varðandi verkið. Þetta er aðeins flóknara en að stilla gítar.“ Guðmundur er afkastamikill og fæst við ýmiss konar listræn verkefni auk turnasmíði, málar og teiknar, skrifar bækur og hefur samið ótal lög á ferlinum, meðal annars eitís-smellina „Háseta vantar á bát“ og „Súrmjólk í hádeginu“. Fjöldi plötutitla liggur eftir hann og nýjasti diskurinn heitir Dinglað upp á fólkið, sem hann gaf út í byrjun desember í takmörkuðu upplagi. Guðmundur varð ansi sár út í ráðamenn í Keflavík fyrr á árinu þegar gengið var framhjá lagi sem hann sendi í Ljósanætursamkeppnina, en segist nú búinn að sættast við bæinn. „Ég er hér í góðu yfirlæti en maður verður nú bara að fá að hafa skoðanir. Á sínum tíma var ég ósáttur við framkvæmdina á keppninni, en það er svo sem ekkert nýtt að framkvæmdir við lagakeppnir séu skrítnar. Einu sinni sendi ég til dæmis tóma spólu í Eurovision og fékk til baka bréf frá Hrafni Gunnlaugssyni, sem ég á enn þá. Þar stóð að lagið væri gott, en því miður kæmist það ekki í úrslit. Ég ætti þó endilega að halda áfram að fást við tónlist! Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Guðmundur Rúnar Lúðvíksson varð þekktur á níunda áratugnum fyrir lög á borð við Súrmjólk í hádeginu. Nú er hann með nýtt verkefni á teikniborðinu sem á eftir að vekja mikla athygli. Listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson hefur fengið styrk upp á hálfa milljón frá Menningarráði Suðurnesja til að reisa verk sitt, Norðurljósaturnana, á Reykjanesi. „Þetta verður Eiffelturn Suðurnesja!“ segir Guðmundur. „Verkið verður átta metra hátt. Staðsetningin hefur ekki verið ákveðin enn þá, en ég er með nokkra heppilega staði í huga.“ Hugmynd Guðmundar er margslungin. Í gegnum fjögur málmrör verður hægt að horfa til himins óháð ljósi í kring. Rörin nýtast einnig sem hljóðlistaverk því öll umhverfishljóð magnast inni í þeim og þegar sungið er inni í þeim fást út mögnuð hljóð. Guðmundur vonast til að tenórarnir fjórir syngi inni í rörunum við vígslu verksins. „Ég vona að það verði nú bara sem fyrst,“ segir listamaðurinn. „Ég er búinn að finna út hvers lags málm ég nota, en það á eftir að útfæra ákveðna verkfræði varðandi verkið. Þetta er aðeins flóknara en að stilla gítar.“ Guðmundur er afkastamikill og fæst við ýmiss konar listræn verkefni auk turnasmíði, málar og teiknar, skrifar bækur og hefur samið ótal lög á ferlinum, meðal annars eitís-smellina „Háseta vantar á bát“ og „Súrmjólk í hádeginu“. Fjöldi plötutitla liggur eftir hann og nýjasti diskurinn heitir Dinglað upp á fólkið, sem hann gaf út í byrjun desember í takmörkuðu upplagi. Guðmundur varð ansi sár út í ráðamenn í Keflavík fyrr á árinu þegar gengið var framhjá lagi sem hann sendi í Ljósanætursamkeppnina, en segist nú búinn að sættast við bæinn. „Ég er hér í góðu yfirlæti en maður verður nú bara að fá að hafa skoðanir. Á sínum tíma var ég ósáttur við framkvæmdina á keppninni, en það er svo sem ekkert nýtt að framkvæmdir við lagakeppnir séu skrítnar. Einu sinni sendi ég til dæmis tóma spólu í Eurovision og fékk til baka bréf frá Hrafni Gunnlaugssyni, sem ég á enn þá. Þar stóð að lagið væri gott, en því miður kæmist það ekki í úrslit. Ég ætti þó endilega að halda áfram að fást við tónlist!
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira