Erlent

Indverjar útiloka ekki stríð við Pakistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Indverski utanríkisráðherrann Pranab Mukherjee.
Indverski utanríkisráðherrann Pranab Mukherjee.

Indverjar útiloka ekki árás á nágrannaríki sitt Pakistan til að hefna fyrir hryðjuverkaárásirnar á Mumbai í lok nóvember en indversk stjórnvöld draga ekki fjöður yfir þá skoðun sína að Pakistanar beri ábyrgð á ódæðisverkunum á Taj Mahal-hótelinu og fleiri stöðum í Mumbai þar sem tæplega 200 manns biðu bana.

Utanríkisráðherra Indlands segir að ef eitt ríki geti ekki hegðað sér sómasamlega gagnvart öðru hljóti það að koma til skoðunar að beita þeim úrræðum sem dugi til að vernda saklausa borgara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×