Enn einn angurvær Elvis 12. júní 2007 04:00 Fá af börnum fræga fólksins hafa náð að fóta sig í fallvöltum heimi tónlistarinnar. Ef foreldrarnir skíra þig Elvis er þér þá ætlaður frami á tónlistarsviðinu? Nú hefur stigið fram enn einn Elvis sem ber eftirnafnið Perkins en fyrsta plata hans, Ash Wednesday, hefur þegar hlotið lof í Bandaríkjunum. Perkins hefur verið líkt við Rufus Wainright og Nick Drake en melankólían sem einkennir tónsmíðar hans er ekki síst til komin vegna harmrænnar fjölskyldu sögu; faðir Elvis, leikarinn Anthony Perkins dó úr alnæmi árið 1992 en móðir hans, ljósmyndarinn Berry Berenson dó í hryðjuverkaárásunum í New York. Perkins hefur rætt við marga fjölmiðla um frægð foreldra sinna og sambandið við föður sinn og móður. Honum var ekki aðeins strítt á Elvis-nafninu í skóla heldur var hann einnig uppnefndur sonur Normans Bates eftir þekktustu rullu föður síns. Perkins á einn bróður, Osgood sem er leikari og handritshöfundur en hefur einnig gripið í trommusettið með bróður sínum. Platan hefur verið lengi í burðarliðnum. Perkins rekur upphaf hennar til ársins 2000 þegar hann var loksins farin að föndra af einhverri alvöru við tón- og textasmíðar. Dauði móður hans tafði hins vegar fyrir framanum en á plötunni eru fjölmargar vísanir til hennar. Í nýlegu viðtali við The Guardian kemur fram að Perkins hafi veitt sorg sinni út í tónlistina. Vegur Perkins hefur farið jafnt og þétt vaxandi. Hann hefur hitað upp fyrir tónlistarmanninn Willy Mason og hljómsveitirnar Clap your Hands and say Yeah og My Morning Jacket, en hann er nú sjálfur farinn að þykja aðalnúmerið. Platan Ash Wednesday kemur út í Evrópu í byrjun júlí. Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Ef foreldrarnir skíra þig Elvis er þér þá ætlaður frami á tónlistarsviðinu? Nú hefur stigið fram enn einn Elvis sem ber eftirnafnið Perkins en fyrsta plata hans, Ash Wednesday, hefur þegar hlotið lof í Bandaríkjunum. Perkins hefur verið líkt við Rufus Wainright og Nick Drake en melankólían sem einkennir tónsmíðar hans er ekki síst til komin vegna harmrænnar fjölskyldu sögu; faðir Elvis, leikarinn Anthony Perkins dó úr alnæmi árið 1992 en móðir hans, ljósmyndarinn Berry Berenson dó í hryðjuverkaárásunum í New York. Perkins hefur rætt við marga fjölmiðla um frægð foreldra sinna og sambandið við föður sinn og móður. Honum var ekki aðeins strítt á Elvis-nafninu í skóla heldur var hann einnig uppnefndur sonur Normans Bates eftir þekktustu rullu föður síns. Perkins á einn bróður, Osgood sem er leikari og handritshöfundur en hefur einnig gripið í trommusettið með bróður sínum. Platan hefur verið lengi í burðarliðnum. Perkins rekur upphaf hennar til ársins 2000 þegar hann var loksins farin að föndra af einhverri alvöru við tón- og textasmíðar. Dauði móður hans tafði hins vegar fyrir framanum en á plötunni eru fjölmargar vísanir til hennar. Í nýlegu viðtali við The Guardian kemur fram að Perkins hafi veitt sorg sinni út í tónlistina. Vegur Perkins hefur farið jafnt og þétt vaxandi. Hann hefur hitað upp fyrir tónlistarmanninn Willy Mason og hljómsveitirnar Clap your Hands and say Yeah og My Morning Jacket, en hann er nú sjálfur farinn að þykja aðalnúmerið. Platan Ash Wednesday kemur út í Evrópu í byrjun júlí.
Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning