Erlent

Ný prinsessa fædd í Svíþjóð

Victoria Svíaprinsessa fæddi sitt fyrsta barn í morgun. Um er að ræða fallega og velskapaða prinsessu en hinn stolti faðir, Daniel prins, tilkynnti um fæðinguna fyrir nokkrum mínútum. Hann segir að dóttirin sé falleg og velsköpuð. Hún vó 13 merkur og var 51 sentimetri á lengd.

Victoria var lögð inn á fæðingardeild Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi í nótt. Hinsvegar var ekki von á barninu í heiminn fyrr en í mars.

Sænska þjóðin fylgdist spennt með framvindu mála en hin nýja prinsessa er fyrsta barn Victoriu og Daniels eiginmanns hennar. Jafnframt er þetta fyrsta barnabarn þeirra Karls Gústafs Svíkonungs og Sylviu drottningar hans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×