Hraðakstur eykst í höfuðborginni Jón Örn Guðbjartsson skrifar 12. júní 2007 19:06 Fleiri hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í höfuðborginni nú samanborið við sama tíma í fyrra. Sjálfvirkar hraðamælingar virðast ekki alltaf ná að slá á hraðann. Í framhaldi af fjölmörgum kærum sem lögreglan á landinu hefur lagt fram undanfarna sólarhringa vegna gríðarlegs ökuhraða hafa vaknað spurningar hvort nægilega vel sé staðið að fræðslu og hvort ekki þurfi að auka enn frekar við mælingar og nýta þá til þess sjálfvirkan búnað eins og í Hvalfjarðargöngum. Hann virðist þó ekki duga til að slá á alla. Kristján Ólafur Guðnason, aðst.yfirlögregluþjónn umferðardeildar lögreglunnar í höfuðborginni, segir að nærri 5% þeirra sem aki um Hvalfjarðargöng fái sekt vegna hraðaksturs. Á hinn bóginn sé hraðinn þar lægri en annars staðar. Hann segir að áherslum hafi nokkuð verið breytt í eftirliti. Myndavélabíll sem er ómerktur fari nú inn í borgarhverfi og mælir þar. Hið hörmulega slys á Breiðholtsbrautinni í fyrrinótt, þar sem ökumaður bifhjóls, hálsbrotnaði í árekstri við bíl, hefur kallað fram sterk viðbrögð almennings. Lögreglan í Árnessýslu hefur nú lýst eftir vitnum að slysinu og að ofsaakstri tveggja bifhjóla yfir Hellisheiðina sem var undanfari slyssins. Lögreglan telur að meðalhraði hjólanna hafi verið yfir 200 km. á klukkustund. Ef skoðaðar eru tölur yfir hæstu mælingar í höfuðborginni síðustu þrjú ár kemur í ljóst að árið 2005 var hæsta mælingin 165 km á klst, í fyrra var fór sá sem hraðast ók innan borgarmarkanna á 193 km. hraða á klst. Í ár ók sá sem hraðast hefur mælst á 165 km hraða á klst. Samkvæmt þeim sjálfvirku mælum sem reknir eru af öðrum en lögreglu í nágrenni höfuðborgarinnar virðist hraðinn vera nokkuð áþekkur því sem hann verið hefur síðustu ár. Þeim virðist hins vegar fjölga sem kitla pinnann. Árið 2005 voru rösklega 4,400 teknir fyrir of hraðan akstur í borginni, þeir voru ríflega 6,200 í fyrra en eru nærri 6,400 á þessu ári. Tölurnar eru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ná frá janúar til júní. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Fleiri hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í höfuðborginni nú samanborið við sama tíma í fyrra. Sjálfvirkar hraðamælingar virðast ekki alltaf ná að slá á hraðann. Í framhaldi af fjölmörgum kærum sem lögreglan á landinu hefur lagt fram undanfarna sólarhringa vegna gríðarlegs ökuhraða hafa vaknað spurningar hvort nægilega vel sé staðið að fræðslu og hvort ekki þurfi að auka enn frekar við mælingar og nýta þá til þess sjálfvirkan búnað eins og í Hvalfjarðargöngum. Hann virðist þó ekki duga til að slá á alla. Kristján Ólafur Guðnason, aðst.yfirlögregluþjónn umferðardeildar lögreglunnar í höfuðborginni, segir að nærri 5% þeirra sem aki um Hvalfjarðargöng fái sekt vegna hraðaksturs. Á hinn bóginn sé hraðinn þar lægri en annars staðar. Hann segir að áherslum hafi nokkuð verið breytt í eftirliti. Myndavélabíll sem er ómerktur fari nú inn í borgarhverfi og mælir þar. Hið hörmulega slys á Breiðholtsbrautinni í fyrrinótt, þar sem ökumaður bifhjóls, hálsbrotnaði í árekstri við bíl, hefur kallað fram sterk viðbrögð almennings. Lögreglan í Árnessýslu hefur nú lýst eftir vitnum að slysinu og að ofsaakstri tveggja bifhjóla yfir Hellisheiðina sem var undanfari slyssins. Lögreglan telur að meðalhraði hjólanna hafi verið yfir 200 km. á klukkustund. Ef skoðaðar eru tölur yfir hæstu mælingar í höfuðborginni síðustu þrjú ár kemur í ljóst að árið 2005 var hæsta mælingin 165 km á klst, í fyrra var fór sá sem hraðast ók innan borgarmarkanna á 193 km. hraða á klst. Í ár ók sá sem hraðast hefur mælst á 165 km hraða á klst. Samkvæmt þeim sjálfvirku mælum sem reknir eru af öðrum en lögreglu í nágrenni höfuðborgarinnar virðist hraðinn vera nokkuð áþekkur því sem hann verið hefur síðustu ár. Þeim virðist hins vegar fjölga sem kitla pinnann. Árið 2005 voru rösklega 4,400 teknir fyrir of hraðan akstur í borginni, þeir voru ríflega 6,200 í fyrra en eru nærri 6,400 á þessu ári. Tölurnar eru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ná frá janúar til júní.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira