Lífið

Óþægilegur heimur Jóns Viðars ekki svo óþægilegur eftir allt saman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Viðar og Marta gerðu vel í síðasta þætti.
Jón Viðar og Marta gerðu vel í síðasta þætti.

Jón Viðar og Marta Carrasco dönsuðu Tangó síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og það í skemmtiþættinum Allir geta dansað.

Parið dansaði við lagið Rasputin með Boney M og gekk mjög vel hjá þeim. Allir dómarar gáfu þeim 9 í einkunn en Jón sagði fyrir atriðið að hann tengdi ekkert við diskó, og það væri hreinlega einn óþægilegur heimur.

„Glæsileg frammistað. Þau fórst inn í búrið og sigraði. Haldið var miklu betra en síðast. Rosalega vel gert. CBMG, ég sá það! Gríðarvel gert takk,“ sagði Jóhann.

„Oft erfitt að tímasetja sporin. Þú veist hvar þunginn á að vera og vel unninn tangó. Mjög vel dansað og vel gert,“ sagði Karen.

„Jón Viðar þú ert sá keppandi sem kemur mér mest á óvart í hverri viku. Masteraðir þennan tangó, þetta var þín lang besta frammistaða. Ég fékk gæsahúð á báða olnbogana. Glæsilegt,“ sagði Selma.

Hér að neðan má sjá atriðið sjálft.

Klippa: Jón Viðar og Marta Carrasco dönsuðu Tangó


Tengdar fréttir

Manuela og Jón unnu danseinvígið með þessum dansi

Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir voru send heim eftir danseinvígi í Allir geta dansað nú í kvöld. Eyfi og Telma og Manuela og Jón Eyþór voru í tveimur neðstu sætunum eftir að símakosningu lauk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.