Innlent

Ók undir áhrifum áfengis og fíkniefna: Tók ekki eftir lögreglunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maðurinn tók ekki eftir eftirför lögreglu í Ártúnsbrekkunni.
Maðurinn tók ekki eftir eftirför lögreglu í Ártúnsbrekkunni.
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og þurfti hún að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Um klukkan eitt í nótt hafði lögreglan afskipti af ungri konu á heimili í Austurborginni en konan er grunuð um vörslu og sölu fíkniefna.

Á þriðja tímanum barst tilkynning um  ölvaðan ökumann á Sæbraut.  Þegar lögregla ætlaði að stöðva bifreiðina í Ártúnsbrekku sinnti ökumaður ekki stöðvunarmerkjum lögreglu.  

Bifreiðin var síðan stöðvuð í Grafarvogi og ökumaðurinn handtekinn en hann var í annarlegu ástandi  og grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var vistaður  í fangageymslu að lokinni sýnatöku og verður rætt við hann er ástand hans lagast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×