Fótbolti

Zlatan: Ég hélt að hann héti Zlatan Arena

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Mynd/AFP
Sænski landliðsframherjinn Zlatan Ibrahimovic skoraði þrennu í gær í 4-2 sigri á Noregi í vináttulandsleik á Friends Arena en kappinn hefur farið á kostum á leikvanginum síðan að Svíar tóku hann í notkun.

Blaðamenn spurðu Zlatan Ibrahimovic út í það eftir leik hvort að það ætti ekki að breyta nafninu á leikvanginum frá Friends Arena í Zlatan Arena.

„Hvað, heitir hann ekki það. Ég hélt alltaf að hann héti Zlatan Arena," svaraði Zlatan Ibrahimovic af miklum hroka og smá húmor.

Svíar hafa skorað 12 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á Friends Arena og Zlatan hefur skorað níu þeirra þar á meðal fernu á móti Englendingum og þrennu á móti Norðmönnum.

Zlatan Ibrahimovic hefur nú skorað 44 mörk fyrir sænska landsliðið og er kominn upp fyrir Gunnar Nordahl á listanum yfir flest landsliðsmörk. Hann vantar nú fimm mörk til að jafna met Sven Rydell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×