Næsti Eyjafjallajökull? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 11. maí 2020 11:30 Stundum er hugmynd það góð að maður áttar sig ekki af hverju sé ekki löngu búið að framkvæma hana. En hvaða hugmynd gæti það verið? Núna stefnir Ísland í sína mestu kreppu í 100 ár. Því skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar og hugsa stórt. Hvað getur hjálpað okkur upp úr þessum öldudal? Eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna sem hingað streymdu í milljónum. Þetta eldgos skipti okkur geysimiklu máli. Einnig ákvað makríllinn að synda hingað til lands vegna hækkunar hitastigs sjávar og skipti það einnig miklu máli. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos eða flakkandi fiskistofn. Núna skulum við reiða okkur á kvikmyndir og sjónvarp. Ég legg því til að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Fimmföldum kvikmyndasjóð Til að svo megi vera, verðum við að margfalda kvikmyndasjóð. Og þá meina ég t.d. að fimmfalda hann, úr 1 milljarði og í 5 milljarða. Það er dropi í haf ríkisfjármálanna þessa dagana. Við þurfum einnig að stórauka endurgreiðslur vegna kvikmynda- og sjónvarpsgerðar. Nú má endurgreiða úr ríkissjóði 25% af framleiðslukostnaði sem til fellur við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Endurgreiðslukerfið okkar hefur laðað hingað mörg stór verkefni og býr þannig til mun meiri pening en það sem það kerfi kostar. Það var skrýtin pólitík að skera niður fjárhæðir í endurgreiðslurnar um 30% í síðustu fjárlögum. Ég legg því til endurgreiðslurnar verði hækkaðar mikið. Mjög mikið. Ríkið mun verja allt að 50 milljörðum kr. í atvinnuleysisbætur á árinu, 38 milljarða kr. í hlutabótaleiðina og 25 milljarða kr. til viðbótar til að niðurgreiða uppsagnir fyrirtækja. Þetta eru yfir 110 milljarðar kr. Í þessu sambandi höfum við vel efni á að veðja á kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn sem til viðbótar býr til skattpeninga á móti. Býr til peninga Með gríðarlegri innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst á landsbyggðinni og í þeim geirum sem núna þjást hvað mest. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og sjónvarpsefnis sem þar er tekið. Kvikmyndaiðnaðurinn er næsti Eyjafjallajökull. Kvikmyndaiðnaðurinn er makríll framtíðarinnar. Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn er risastór á heimsvísu og við þurfum aðeins brot af honum til að koma okkur upp úr þessari kreppu. Önnur ríki hafa áttað sig á þessu og reyna stöðugt að laða slík verkefni til sín. Þarf að vera í næsta pakka Netflix hefur nú gefið út að Ísland sé eitt af fáum ríkjum heims sem er nú opið fyrir tökum þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Slík yfirlýsing skiptir miklu máli. En það þarf að bregðast hratt við slíku. Ég legg því til að í næsta „aðgerðarpakka“ ríkisstjórnarinnar verði kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn í forgangi. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum pening til að búa til pening. Og búum til list og afþreyingu á heimsmælikvarða um leið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Stundum er hugmynd það góð að maður áttar sig ekki af hverju sé ekki löngu búið að framkvæma hana. En hvaða hugmynd gæti það verið? Núna stefnir Ísland í sína mestu kreppu í 100 ár. Því skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar og hugsa stórt. Hvað getur hjálpað okkur upp úr þessum öldudal? Eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna sem hingað streymdu í milljónum. Þetta eldgos skipti okkur geysimiklu máli. Einnig ákvað makríllinn að synda hingað til lands vegna hækkunar hitastigs sjávar og skipti það einnig miklu máli. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos eða flakkandi fiskistofn. Núna skulum við reiða okkur á kvikmyndir og sjónvarp. Ég legg því til að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Fimmföldum kvikmyndasjóð Til að svo megi vera, verðum við að margfalda kvikmyndasjóð. Og þá meina ég t.d. að fimmfalda hann, úr 1 milljarði og í 5 milljarða. Það er dropi í haf ríkisfjármálanna þessa dagana. Við þurfum einnig að stórauka endurgreiðslur vegna kvikmynda- og sjónvarpsgerðar. Nú má endurgreiða úr ríkissjóði 25% af framleiðslukostnaði sem til fellur við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Endurgreiðslukerfið okkar hefur laðað hingað mörg stór verkefni og býr þannig til mun meiri pening en það sem það kerfi kostar. Það var skrýtin pólitík að skera niður fjárhæðir í endurgreiðslurnar um 30% í síðustu fjárlögum. Ég legg því til endurgreiðslurnar verði hækkaðar mikið. Mjög mikið. Ríkið mun verja allt að 50 milljörðum kr. í atvinnuleysisbætur á árinu, 38 milljarða kr. í hlutabótaleiðina og 25 milljarða kr. til viðbótar til að niðurgreiða uppsagnir fyrirtækja. Þetta eru yfir 110 milljarðar kr. Í þessu sambandi höfum við vel efni á að veðja á kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn sem til viðbótar býr til skattpeninga á móti. Býr til peninga Með gríðarlegri innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst á landsbyggðinni og í þeim geirum sem núna þjást hvað mest. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og sjónvarpsefnis sem þar er tekið. Kvikmyndaiðnaðurinn er næsti Eyjafjallajökull. Kvikmyndaiðnaðurinn er makríll framtíðarinnar. Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn er risastór á heimsvísu og við þurfum aðeins brot af honum til að koma okkur upp úr þessari kreppu. Önnur ríki hafa áttað sig á þessu og reyna stöðugt að laða slík verkefni til sín. Þarf að vera í næsta pakka Netflix hefur nú gefið út að Ísland sé eitt af fáum ríkjum heims sem er nú opið fyrir tökum þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Slík yfirlýsing skiptir miklu máli. En það þarf að bregðast hratt við slíku. Ég legg því til að í næsta „aðgerðarpakka“ ríkisstjórnarinnar verði kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn í forgangi. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum pening til að búa til pening. Og búum til list og afþreyingu á heimsmælikvarða um leið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar