Næsti Eyjafjallajökull? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 11. maí 2020 11:30 Stundum er hugmynd það góð að maður áttar sig ekki af hverju sé ekki löngu búið að framkvæma hana. En hvaða hugmynd gæti það verið? Núna stefnir Ísland í sína mestu kreppu í 100 ár. Því skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar og hugsa stórt. Hvað getur hjálpað okkur upp úr þessum öldudal? Eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna sem hingað streymdu í milljónum. Þetta eldgos skipti okkur geysimiklu máli. Einnig ákvað makríllinn að synda hingað til lands vegna hækkunar hitastigs sjávar og skipti það einnig miklu máli. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos eða flakkandi fiskistofn. Núna skulum við reiða okkur á kvikmyndir og sjónvarp. Ég legg því til að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Fimmföldum kvikmyndasjóð Til að svo megi vera, verðum við að margfalda kvikmyndasjóð. Og þá meina ég t.d. að fimmfalda hann, úr 1 milljarði og í 5 milljarða. Það er dropi í haf ríkisfjármálanna þessa dagana. Við þurfum einnig að stórauka endurgreiðslur vegna kvikmynda- og sjónvarpsgerðar. Nú má endurgreiða úr ríkissjóði 25% af framleiðslukostnaði sem til fellur við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Endurgreiðslukerfið okkar hefur laðað hingað mörg stór verkefni og býr þannig til mun meiri pening en það sem það kerfi kostar. Það var skrýtin pólitík að skera niður fjárhæðir í endurgreiðslurnar um 30% í síðustu fjárlögum. Ég legg því til endurgreiðslurnar verði hækkaðar mikið. Mjög mikið. Ríkið mun verja allt að 50 milljörðum kr. í atvinnuleysisbætur á árinu, 38 milljarða kr. í hlutabótaleiðina og 25 milljarða kr. til viðbótar til að niðurgreiða uppsagnir fyrirtækja. Þetta eru yfir 110 milljarðar kr. Í þessu sambandi höfum við vel efni á að veðja á kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn sem til viðbótar býr til skattpeninga á móti. Býr til peninga Með gríðarlegri innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst á landsbyggðinni og í þeim geirum sem núna þjást hvað mest. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og sjónvarpsefnis sem þar er tekið. Kvikmyndaiðnaðurinn er næsti Eyjafjallajökull. Kvikmyndaiðnaðurinn er makríll framtíðarinnar. Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn er risastór á heimsvísu og við þurfum aðeins brot af honum til að koma okkur upp úr þessari kreppu. Önnur ríki hafa áttað sig á þessu og reyna stöðugt að laða slík verkefni til sín. Þarf að vera í næsta pakka Netflix hefur nú gefið út að Ísland sé eitt af fáum ríkjum heims sem er nú opið fyrir tökum þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Slík yfirlýsing skiptir miklu máli. En það þarf að bregðast hratt við slíku. Ég legg því til að í næsta „aðgerðarpakka“ ríkisstjórnarinnar verði kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn í forgangi. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum pening til að búa til pening. Og búum til list og afþreyingu á heimsmælikvarða um leið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Stundum er hugmynd það góð að maður áttar sig ekki af hverju sé ekki löngu búið að framkvæma hana. En hvaða hugmynd gæti það verið? Núna stefnir Ísland í sína mestu kreppu í 100 ár. Því skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar og hugsa stórt. Hvað getur hjálpað okkur upp úr þessum öldudal? Eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna sem hingað streymdu í milljónum. Þetta eldgos skipti okkur geysimiklu máli. Einnig ákvað makríllinn að synda hingað til lands vegna hækkunar hitastigs sjávar og skipti það einnig miklu máli. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos eða flakkandi fiskistofn. Núna skulum við reiða okkur á kvikmyndir og sjónvarp. Ég legg því til að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Fimmföldum kvikmyndasjóð Til að svo megi vera, verðum við að margfalda kvikmyndasjóð. Og þá meina ég t.d. að fimmfalda hann, úr 1 milljarði og í 5 milljarða. Það er dropi í haf ríkisfjármálanna þessa dagana. Við þurfum einnig að stórauka endurgreiðslur vegna kvikmynda- og sjónvarpsgerðar. Nú má endurgreiða úr ríkissjóði 25% af framleiðslukostnaði sem til fellur við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Endurgreiðslukerfið okkar hefur laðað hingað mörg stór verkefni og býr þannig til mun meiri pening en það sem það kerfi kostar. Það var skrýtin pólitík að skera niður fjárhæðir í endurgreiðslurnar um 30% í síðustu fjárlögum. Ég legg því til endurgreiðslurnar verði hækkaðar mikið. Mjög mikið. Ríkið mun verja allt að 50 milljörðum kr. í atvinnuleysisbætur á árinu, 38 milljarða kr. í hlutabótaleiðina og 25 milljarða kr. til viðbótar til að niðurgreiða uppsagnir fyrirtækja. Þetta eru yfir 110 milljarðar kr. Í þessu sambandi höfum við vel efni á að veðja á kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn sem til viðbótar býr til skattpeninga á móti. Býr til peninga Með gríðarlegri innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst á landsbyggðinni og í þeim geirum sem núna þjást hvað mest. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og sjónvarpsefnis sem þar er tekið. Kvikmyndaiðnaðurinn er næsti Eyjafjallajökull. Kvikmyndaiðnaðurinn er makríll framtíðarinnar. Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn er risastór á heimsvísu og við þurfum aðeins brot af honum til að koma okkur upp úr þessari kreppu. Önnur ríki hafa áttað sig á þessu og reyna stöðugt að laða slík verkefni til sín. Þarf að vera í næsta pakka Netflix hefur nú gefið út að Ísland sé eitt af fáum ríkjum heims sem er nú opið fyrir tökum þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Slík yfirlýsing skiptir miklu máli. En það þarf að bregðast hratt við slíku. Ég legg því til að í næsta „aðgerðarpakka“ ríkisstjórnarinnar verði kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn í forgangi. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum pening til að búa til pening. Og búum til list og afþreyingu á heimsmælikvarða um leið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun