Hefur áhyggjur af þróuninni en er spenntur fyrir Olís-deildinni næsta vetur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2020 13:30 Eftir þrjú ár í atvinnumennsku leikur Helena Rut Örvarsdóttir í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. vísir/bára „Leiðin liggur ekki heim,“ söng Bubbi Morthens í samnefndu lagi frá 1997. Það á ekki við íslenskar landsliðskonur í handbolta en hjá þeim hefur leiðin svo sannarlega legið heim í vor. Fimm landsliðskonur, sem hafa leikið erlendis undanfarin ár, eru á heimleið og hafa samið við lið í Olís-deildinni. Birna Berg Haraldsdóttir fór til ÍBV, Mariam Eradze til Vals, Rut Jónsdóttir til KA/Þórs og í dag var greint frá því að Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir væru gengnar í raðir Stjörnunnar. Þá er líklegt að Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leiki á Íslandi á næsta tímabili. Íslenskir leikmenn sem leika erlendis eru því nánast teljandi á fingrum annarar handar í dag. Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, neitar því ekki að hann vilji sjá fleiri íslenska leikmenn leika erlendis. Hann segir þó að Olís-deildin verði gríðarlega sterk og spennandi á næsta tímabili. „Þetta styrkir deildina hér heima og það stefnir í eitt skemmtilegasta tímabil í langan tíma. Og því ber að fagna,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. „Á móti kemur að þetta er visst áhyggjuefni. Það á eftir að koma í ljós hvort kórónuveirufaraldurinn hafi einhver áhrif á þetta en auðvitað vill maður sjá þessar stelpur í atvinnumennsku, í góðum liðum í bestu deildum í heimi.“ Undanfarin ár hefur íslenskum handboltakonum sem spila á hæsta getustigi fækkað. „Ég hef haft áhyggjur af þróuninni í töluverðan tíma. Í gegnum tíðina höfum átt stelpur í mjög sterkum liðum. Það hefur dregið úr því og við þurfum að koma okkur á þá braut á ný,“ sagði Arnar. Atvinnumennskan er oft ekkert sældarlíf og harkið mikið. „Auðvitað er það þannig og hefur alltaf verið þannig, sérstaklega í kvennaíþróttum. Þessar stelpur sem eru í þessu eru naglar. Eins og þær hafa flestar sagt er þetta ekkert sældarlíf og oft erfitt. Svo hjálpar ástandið ekki til. Margar af þessum stelpum voru með lausan samning,“ sagði Arnar. Fram hafði mikla yfirburði í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili en útlit er fyrir jafnari deild næsta vetur, sérstaklega þar sem leikmennirnir sem komu heim hafa dreifst á liðin í deildinni. „Við fögnum því. Það stefnir allt í frábæra deild næsta vetur. Við erum vonandi komin með 5-6 lið sem eru mjög sterk,“ sagði Arnar. „Ég er mjög spenntur fyrir deildinni á næsta tímabili og það verður gaman að fylgjast með henni.“ Landsliðskonur sem eru komnar heim Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur Atvinnumenn erlendis Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36 KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29 Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45 Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
„Leiðin liggur ekki heim,“ söng Bubbi Morthens í samnefndu lagi frá 1997. Það á ekki við íslenskar landsliðskonur í handbolta en hjá þeim hefur leiðin svo sannarlega legið heim í vor. Fimm landsliðskonur, sem hafa leikið erlendis undanfarin ár, eru á heimleið og hafa samið við lið í Olís-deildinni. Birna Berg Haraldsdóttir fór til ÍBV, Mariam Eradze til Vals, Rut Jónsdóttir til KA/Þórs og í dag var greint frá því að Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir væru gengnar í raðir Stjörnunnar. Þá er líklegt að Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leiki á Íslandi á næsta tímabili. Íslenskir leikmenn sem leika erlendis eru því nánast teljandi á fingrum annarar handar í dag. Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, neitar því ekki að hann vilji sjá fleiri íslenska leikmenn leika erlendis. Hann segir þó að Olís-deildin verði gríðarlega sterk og spennandi á næsta tímabili. „Þetta styrkir deildina hér heima og það stefnir í eitt skemmtilegasta tímabil í langan tíma. Og því ber að fagna,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. „Á móti kemur að þetta er visst áhyggjuefni. Það á eftir að koma í ljós hvort kórónuveirufaraldurinn hafi einhver áhrif á þetta en auðvitað vill maður sjá þessar stelpur í atvinnumennsku, í góðum liðum í bestu deildum í heimi.“ Undanfarin ár hefur íslenskum handboltakonum sem spila á hæsta getustigi fækkað. „Ég hef haft áhyggjur af þróuninni í töluverðan tíma. Í gegnum tíðina höfum átt stelpur í mjög sterkum liðum. Það hefur dregið úr því og við þurfum að koma okkur á þá braut á ný,“ sagði Arnar. Atvinnumennskan er oft ekkert sældarlíf og harkið mikið. „Auðvitað er það þannig og hefur alltaf verið þannig, sérstaklega í kvennaíþróttum. Þessar stelpur sem eru í þessu eru naglar. Eins og þær hafa flestar sagt er þetta ekkert sældarlíf og oft erfitt. Svo hjálpar ástandið ekki til. Margar af þessum stelpum voru með lausan samning,“ sagði Arnar. Fram hafði mikla yfirburði í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili en útlit er fyrir jafnari deild næsta vetur, sérstaklega þar sem leikmennirnir sem komu heim hafa dreifst á liðin í deildinni. „Við fögnum því. Það stefnir allt í frábæra deild næsta vetur. Við erum vonandi komin með 5-6 lið sem eru mjög sterk,“ sagði Arnar. „Ég er mjög spenntur fyrir deildinni á næsta tímabili og það verður gaman að fylgjast með henni.“ Landsliðskonur sem eru komnar heim Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur Atvinnumenn erlendis Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK
Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur
Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36 KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29 Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45 Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36
KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29
Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45
Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28