Handbolti

Birna Berg til ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birna Berg í landsleik gegn Spáni í Laugardalshöll í fyrra.
Birna Berg í landsleik gegn Spáni í Laugardalshöll í fyrra. vísir/vilhelm

Handboltakonan Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Hún kemur til liðsins frá Neckalsulmer í Þýskalandi þar sem hún hefur leikið í vetur.

Birna er önnur landsliðskonan sem semur við ÍBV en í gær skrifaði Sandra Erlingsdóttir undir tveggja ára samning við sitt uppeldisfélag.

Birna fór út í atvinnumennsku eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Fram 2013. Auk Neckalsulmer hefur hún leikið með Glassverket í Noregi, Aarhus í Danmörku og Sävehof í Svíþjóð.

Skyttan örvhenta hefur leikið 45 landsleiki og skorað 88 mörk. Hún lék með íslenska landsliðinu á HM í Brasilíu 2011.

Birna var efnilegur fótboltamarkvörður á sínum tíma og lék einmitt með ÍBV sumarið 2011, þegar hún var 18 ára.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.