Innlent

Saltsýruleki á Laugarvatni

60 lítrar af saltsýru láku úr geymi í geymslukjallara Fontana.
60 lítrar af saltsýru láku úr geymi í geymslukjallara Fontana.
Hættuástand skapaðist í heilsulindinni Fontana á Laugarvatni í gærkvöldi, þegar 60 lítrar af saltsýru láku úr geymi í geymslukjallara hússins.

Starfsmaður, sem varð þessa vart, hringdi þegar í neyðarlínu og voru slökkviliðsmenn á Laugarvatni og Selfossi kallaðir út, sem fóru í eiturefnabúningi inn i geymsluna og dreifðu kalki yfir efnið til að núllstilla sýruna. Síðan var öllu mokað upp í kör og verður efninu fargað á viðeigandi hátt. Sárafáir gestir voru í húsinu og yfirgáfu þeir svæðið án þess að verða meint af uppgufun frá sýrunni.

Þetta er í annað sinn sem saltsýra lekur út í heilsulindinni og verður nú unnið að endurbótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×