Við vinnum að almannaheill Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 19. apríl 2013 13:38 Því fylgir ábyrgð að kjósa sér fulltrúa á Alþingi. Það er ekkert grín. Fólk vill sjá nýjar áherslur og ný andlit. Þetta er skiljanlegt sérstaklega í ljósi þess að þeir sem hafa stjórnað landinu á þessari öld hafa gleymt fólkinu í landinu, heimilunum og fjölskyldunum sem hafa setið þolinmóð á hakanum og borgað brúsa óstjórnar sem leiddi til efnahagshruns. Fyrst fengum við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem færðu okkur sýndargóðærið mikla. Hugmyndafræði einkavæðingar og hagvaxtar sem sköpuðu farveg fyrir lítinn hluta þjóðarinnar til að stela nánast frá okkur öllum verðmætum og skilja fólkið í landinu, heimilin og fyrirtækin, eftir stórskuldug. Hugmyndafræði ósjálfbærni, ofneyslu og græðgi sem hefur tröllriðið hinum vestræna heimi of lengi og leiðir þjóðir í kreppu. Vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna tók ekki við góðu búi fyrir fjórum árum. En þá tók við ölmusupólitík sem snérist að mestu um að ná sem mestu inn í ríkiskassann með auknum álögum á heimili, fyrirtæki og einstaklinga, meðan skuldavandi fólksins jókst dag frá degi. Heimilin sátu eftir en lausnirnar miðuðust við að byggja upp öflugt bótakerfi sem hálf þjóðin þiggur nú bætur frá í stað þess að leysa skuldavanda þjóðarinnar, leiðrétta stökkbreytt lán og afnema verðtrygginguna og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna. Það er gott að fá nýtt fólk á Alþingi en það er líka mikilvægt að þangað komið fólk með reynslu. Í forystusveit Dögunar er baráttufólk sem hefur af eldmóði unnið að almannaheill í mörg ár. Fólk sem hefur verið í forystu í frjálsum félagasamtökum og m.a. barist þar fyrir hagsmunum heimilanna og verndun hálendis Íslands. Barist gegn óréttlæti, eyðileggingu og mismunun. Í Dögun er fólk sem sér þau samfélagslegu verðmæti sem felast í frjálsum félagasamtökum þar sem fjöldi manns leggur á sig mikið sjálfboðaliðastarf til að vinna að almannaheill. Við viljum vinna með fólkinu í landinu að almannaheill og leitum stuðnings ykkar til að verða talsmenn fólksins á Alþingi. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir fyrrverandi formaður Landverndar Oddviti Dögunar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Því fylgir ábyrgð að kjósa sér fulltrúa á Alþingi. Það er ekkert grín. Fólk vill sjá nýjar áherslur og ný andlit. Þetta er skiljanlegt sérstaklega í ljósi þess að þeir sem hafa stjórnað landinu á þessari öld hafa gleymt fólkinu í landinu, heimilunum og fjölskyldunum sem hafa setið þolinmóð á hakanum og borgað brúsa óstjórnar sem leiddi til efnahagshruns. Fyrst fengum við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem færðu okkur sýndargóðærið mikla. Hugmyndafræði einkavæðingar og hagvaxtar sem sköpuðu farveg fyrir lítinn hluta þjóðarinnar til að stela nánast frá okkur öllum verðmætum og skilja fólkið í landinu, heimilin og fyrirtækin, eftir stórskuldug. Hugmyndafræði ósjálfbærni, ofneyslu og græðgi sem hefur tröllriðið hinum vestræna heimi of lengi og leiðir þjóðir í kreppu. Vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna tók ekki við góðu búi fyrir fjórum árum. En þá tók við ölmusupólitík sem snérist að mestu um að ná sem mestu inn í ríkiskassann með auknum álögum á heimili, fyrirtæki og einstaklinga, meðan skuldavandi fólksins jókst dag frá degi. Heimilin sátu eftir en lausnirnar miðuðust við að byggja upp öflugt bótakerfi sem hálf þjóðin þiggur nú bætur frá í stað þess að leysa skuldavanda þjóðarinnar, leiðrétta stökkbreytt lán og afnema verðtrygginguna og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna. Það er gott að fá nýtt fólk á Alþingi en það er líka mikilvægt að þangað komið fólk með reynslu. Í forystusveit Dögunar er baráttufólk sem hefur af eldmóði unnið að almannaheill í mörg ár. Fólk sem hefur verið í forystu í frjálsum félagasamtökum og m.a. barist þar fyrir hagsmunum heimilanna og verndun hálendis Íslands. Barist gegn óréttlæti, eyðileggingu og mismunun. Í Dögun er fólk sem sér þau samfélagslegu verðmæti sem felast í frjálsum félagasamtökum þar sem fjöldi manns leggur á sig mikið sjálfboðaliðastarf til að vinna að almannaheill. Við viljum vinna með fólkinu í landinu að almannaheill og leitum stuðnings ykkar til að verða talsmenn fólksins á Alþingi. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir fyrrverandi formaður Landverndar Oddviti Dögunar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar