Sveitarfélögum fórnað á lífseigu altari skömmtunarkerfisins Tómas Ellert Tómasson skrifar 11. maí 2020 07:30 Sveitarfélög landsins hafa sl. áratug barist fyrir því að gerð yrði breyting á lögum um virðisaukaskatt í þá veru að sveitarfélög fái 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna fráveituframkvæmda. Nokkrir af þingmönnum sjálfstæðisflokksins hafa einnig í tvígang á yfirstandandi kjörtímabili lagt fram þingmannafrumvörp til stuðnings kröfu sveitarfélaganna þess efnis að sveitarfélögin fengju undanþágu frá greiðslu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum. Ríkisskattstjóri hefur svo síðar bent á að endurgreiðsluleið sveitarfélaganna sé hentugri leið að sama marki þ.e. að „afnema“ virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga þar sem þingmannaleiðin myndi á endanum vinna gegn markmiði sínu samkvæmt skattalöggjöfinni. Í dag er fyrirhugað að tekið verði fyrir á Alþingi stjórnarfrumvarp umhverfisráðherra til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum. Umhverfisráðherra fer þar þvert gegn vilja sveitarfélaganna og nokkurra þingmanna sjálfstæðisflokksins með að velja leið styrkja- og skammtafyrirkomulags þar sem undir hæl hans verður lagt hvort eða hvaða sveitarfélög muni fá styrki til nauðsynlegra fráveituframkvæmda. Undirritaður hefði fyrirfram haldið að skömmtunarkerfi væru ekki sérstakt áhugamál núverandi fjármálaráðherra og því kemur það á óvart við lestur greinargerðarinnar með frumvarpinu að sjá að samráð hafi verið haft við fjármála- og efnahagsráðuneytið við gerð þess. Við yfirferð frumvarps umhverfisráðherra auk fylgigagna má sjá að skömmtunarkerfið lifir enn. Í dag á að fórna sveitarfélögum landsins á lífseigu altarinu. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Árborg Tómas Ellert Tómasson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélög landsins hafa sl. áratug barist fyrir því að gerð yrði breyting á lögum um virðisaukaskatt í þá veru að sveitarfélög fái 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna fráveituframkvæmda. Nokkrir af þingmönnum sjálfstæðisflokksins hafa einnig í tvígang á yfirstandandi kjörtímabili lagt fram þingmannafrumvörp til stuðnings kröfu sveitarfélaganna þess efnis að sveitarfélögin fengju undanþágu frá greiðslu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum. Ríkisskattstjóri hefur svo síðar bent á að endurgreiðsluleið sveitarfélaganna sé hentugri leið að sama marki þ.e. að „afnema“ virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga þar sem þingmannaleiðin myndi á endanum vinna gegn markmiði sínu samkvæmt skattalöggjöfinni. Í dag er fyrirhugað að tekið verði fyrir á Alþingi stjórnarfrumvarp umhverfisráðherra til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum. Umhverfisráðherra fer þar þvert gegn vilja sveitarfélaganna og nokkurra þingmanna sjálfstæðisflokksins með að velja leið styrkja- og skammtafyrirkomulags þar sem undir hæl hans verður lagt hvort eða hvaða sveitarfélög muni fá styrki til nauðsynlegra fráveituframkvæmda. Undirritaður hefði fyrirfram haldið að skömmtunarkerfi væru ekki sérstakt áhugamál núverandi fjármálaráðherra og því kemur það á óvart við lestur greinargerðarinnar með frumvarpinu að sjá að samráð hafi verið haft við fjármála- og efnahagsráðuneytið við gerð þess. Við yfirferð frumvarps umhverfisráðherra auk fylgigagna má sjá að skömmtunarkerfið lifir enn. Í dag á að fórna sveitarfélögum landsins á lífseigu altarinu. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar.
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar