Stjarnan tekur á móti Grindavík í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla í Ásgarði í kvöld.
Körfuboltalið félagsins er þó ekki það eina sem verður í eldlínunni í kvöld því að hið sama gildir um karlalið félagsins í handbolta og fótbolta.
Karlalið félagsins í fótbolta mætir Stjörnunni í síðasta leiknum í átta liða úrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn fer fram á gervigrasi Stjörnumanna klukkan 17.15.
Hausverkur heitustu stuðningsmanna Stjörnunnar verður verri þegar kemur að því að velja á milli handboltans og körfuboltans. Karlaliðið sækir nefnilega Valsmenn heim í fyrsta leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild. Leikurinn hefst klukkan 19.30.
Dagskrá Stjörnumanna
Lengjubikar karla í knattspyrnu kl. 17.15: Stjarnan - FH
Domino's-deild karla í körfubolta kl. 19.15: Stjarnan - Grindavík
Umspil í 1. deild karla í handbolta kl. 19.30: Valur - Stjarnan
Lúxusvandamál Stjörnumanna
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
